Iowa meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

IOWA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Amananýlendurnar eru sjö landbúnaðarþorp, sem þýzkir amanar (sértrúarhópur frá Halle og Saale) stofnuðu 1855.  Þessi söfnuður leystist upp 1932.  Söfn og Októberhátíð.

Ames er lítil, miðlæg háskólaborg.  Vísinda- og tækniháskóli (1858; u.þ.b. 24.000 stúdentar).

Burlington er lítil hafnar- og verzlunarborg við Mississippi.  Hún var höfuðborg Iowasvæðisins á árunum 1838-41.  Þriðju viku júní er haldin báta- og jasshátíð.

Cedar Rapids er meðalstór iðnaðar- og verzlunarborg (landbúnaðarafurðir, vélasmíði, elektróník) við Cedarána (flúðir).

Decorah er bær, sem geymir mikil Norsk menningarverðmæti.  Norsk-amerískt safn og norræn hátíð í júlí ár hvert.  Minnismerki um tékkneska tónskáldið Antonín Dvorak (1841-1904).

Dubuque er lítil borg við Mississippi og elzta hvíta byggðin í fylkinu.  Julien Dubuque settist þarna að árið 1788 og árið 1833 var bærinn stofnaður (minnismerki og safn).  Fjöldi menntastofnana.  Stutt svifbraut og skemmtisiglingar á ánni.  Crystal Lake hellirinn (dropasteinar) er 8 km sunnan borgarinnar.

Fort Dodge er bær við Moinesána, þar sem byggt var virki (1853) til varnar gegn indíánum (safn).

Fort Madison er lítill og líflegur bær á hægri bakka Mississippifljótsins.  Stór, tveggja hæða járnbrautarbrú, Santa Fé-brúin.

Keokuk
er lítill bær við ámót Des Moines og Mississippi (stífla frá 1913).

Marquette er lítið þorp í norðausturhlutanum við Mississippi.  *Effigy Mounds National Monument er 5 km norðar.  Þar eru forsögulegir grafhaugar indíána í dýralíki.
Muscatine er bær, sem er þekktur fyrir vatnsmelónurækt.  Tilraunabúskapur.

Sioux City er meðalstór landbúnaðarborg við Missouriána.  Tvö söfn, gröf indíánahöfðingjans „War Eagle” (Stríðsarnar).

Spirit Lake er þorp í norðvesturhlutanum.  Okobojivatn er fjölsóttur heilsubótarstaður.
Waterloo er lítil borg, þar sem eru haldnar landbúnaðarsýningar og kaupstefnur við Cedarána.  Framleiðsla landbúnaðarvéla (Deere dráttarvélaverksmiðjurnar).  Í myllubænum Cedar Falls í næsta nágrenni er Norður-Iowa-háskólinn (u.þ.b. 10.000 stúdentar).

West Bend er þorp, þar sem gervihellir (Redemption) var byggður 1912.  Steingervingar og náttúrusteinar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM