Iowa íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
IOWA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúarnir 2.776.755 og hafði fækkað um 4,7% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 19.  Hvítir 96,6%, negrar 1,7% auk 7.217 indíána, 4.618 Kóreumanna, 4.442 kínverja, 3.374 frá Laos, 3.021 indverja og 2.882 Víetnama.  Fólk af spænskum uppruna var 32.650.

Menntun og menning.  Fyrsti ríkisskólinn tók til starfa 1830 skólakerfi landsins var farið að virka fjórum árum síðar.  Skömmu fyrir 1990 voru grunnskólar 1.607 með 478.500 nemendur auk 41.900 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 58 með 169.900 stúdenta.  Meðal hinna helztu eru Iowa-háskóli í Iowa City, Vísinda- og tækniháskóli Iowa (1858) í Des Moines og Grinnell-háskóli (1846) í Grinnell.

Söfn, bókasöfn og hljómsveitir eru í helztu borgunum.  Þeirra á meðal eru Listamiðstöð Des Moines, Davenport listasafnið og Putnam-safnið í Davenport, Sioux borgarsafnið, Sanford stjörnuathugunarstöðin og safnið í Cherokee og Grout-sögu- og vísindasafnið í Waterloo.

Áhugaverðir staðir.  Effigy Mounds þjóðarminnismerkið og gullfallegt landslag við Okoboji- og Spirit-vötnin í norðvesturhlutanum eru langvinsælustu ferðamannastaðirnir.  Margir elta líka uppi sögustaði tengda frumbyggjunum, landnáminu og merku fólki.  Herbert Hoover þjóðarminnismerkið í West Branch nær yfir fæðingarstað og æskuheimili 31. forseta BNA.  Amananýlendurnar og fólkið, sem býr þar norðvestan Iowa City, heldur enn þá við gömlum hefðum þýzku forfeðranna og búskaparháttum.  Fort Atkinson þjóðarminnismerkið er helgað fyrstu landnemunum.  Dvorák-minnismerki í Spillville er helgað tékkneska tónskáldinu Antonín Dvorák, sem bjó þar skamma hríð árið 1893.

Íþróttir og afþreying.  Iowa státar af mörgum útivistarstöðum, þar sem er hægt að stunda dýraveiðar, stangveiði, útilegur og siglingar.  Skíðasvæðin eru í Dubuque og Estherville.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM