Nafn
fylkisins er úr indíánamáli og þýðir „Bergeðalsteinn” og gælunafn
þess er „Gem State” (Eðalsteinsfylkið).
Flatarmál þess er 216.321 km² (13. stærsta fylki BNA).
Hæsti tindur þess er Borah Peak, 3.859 m. Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 1 milljón (0,3% negrar).
Höfuðborgin er Boise og meðal annarra borga eru Pocatello og
Idaho Falls. Idaho varð 43.
fylki BNA 1890.
Landbúnaður:
Kartöflur, sykurrófur, bygg, hveiti, maís, humlar, baunir,
laukur, kirsuber, plómur og epli, nautgripir, svín og sauðfél.
Skógnýting (40% fylkisins skógi vaxin).
Iðnaður: Matvæli,
timburmyllur, áburður og pappír.
Orkuver við Snáká. Kjarnorkurannsóknir
vestan Idaho Falls á sléttum árinnar Lost River.
Námugröftur talsverður.
Jarðefni:
Silfur (mest í BNA) við Coeur d’Alene, blý sínk, fosfat, antímon
og kóbalt.
Ferðaþjónusta
er mjög mikilvæg, einhver mesta tekjulind fylkisins (fjallgöngur,
vatnaíþróttir, skotveiði, fiskveiði, vetraríþróttir; draugabæir). |