Idaho meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR
EFNAHAGUR
LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

IDAHO
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Skoðunarvert
Yellowstone National Park
.

Blackfoot er bær, sem var stofnaður 1878.  Villireiðar (rodeo) í júní ár hvert og kaupstefna austurfylkisins í september.

Boise er stjórnsýslu- og verzlunarborg í suðvesturhlutanum.  Mikill landbúnaður og málmvinnsla.  Þinghúsið (1905-20), tvö söfn í Julia Davis garðinum.  Stærsta baskanýlenda í N.-Ameríku (baskahátíðir).

Caltando
er í norðurhlutanum milli Coeur d’Alene og Kellogg.  Þar er gömul trúboðsstöð fyrir indíána, sem var byggð án þess að naglar væru notaðir.

*Craters of the Moon National Monument
er 32 km suðvestan Arco.  Þar eru eru eitthvert yngsta eldgígalandslag Norður-Ameríku, hraun og öskulög.  Upplýsingamiðstöð og 11 km löng skoðunarleið.

Idaho Falls
er iðnaðarborg í suðausturhlutanum við Snáká.  Umhverfis er mikið ræktað af kartöflum og þær eru unnar á neytendamarkað.  Kvikfjár- og loðdýrarækt.  Fallegir fossar í Snáká.  Villireiðar (rodeo) í júlí ár hvert.  Kelly Canyon er gott skíðasvæði.

Lewiston er lítil borg og ferðamannastaður við ármót Clearwater- og Snákár.  Mælt með 3 daga ferð suður til Hells Canyon (Vítisgljúfurs), sem er allt að 1676 m djúpt gljúfur Snákár (þrjár stíflur) á landæmærunum að Oregon.  Suðaustan Lewiston er Nez Perce-þjóðgarðurinn, staðir og svæði, sem tilheyra sögu nez-perce-indíánunum.  Upplýsingamiðstöð í Spalding.

Moscow er háskólabær (u.þ.b. 8000 stúdentar).

Nampa er bær í frjósömum Fjársjóðsdal (Treasure Valley).  Frægar villireiðakeppnir (rodeo) í júlí ár hvert (Snake River Stampede).

Pocatello er háskólaborg (u.þ.b. 10.000 stúdentar) og samgöngumiðstöð (vegir og járnbrautir) í suðausturhlutanum.  Mikil villireiðakeppni (rodeo) í júlí ár hvert.

Sun Valley er pínulítið þorp.  Vinsæll ferðamannastaður sumar og vetur.

Twin Falls er miðstöð landbúnaðarsvæðis og ferðamannastaður í suðurhlutanum við Snáká.  Shoshone- (65m) og Tvíburafossarnir (40m) í Snáká eru 8-9 km norðaustan bæjarins.  Shoshone-íshellirinn er 60 km norðan Twin Falls (hiti við frostmark).

Weiser er þorp með þjóðlagasafni (Historical Museum & National Fiddlers’ Hall of Fame; hátíðir í júní).  Villireiðar (rodeo) í maí ár hvert.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM