Idaho stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
IDAHO

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stjórnsýslan í Idaho er sniðin eftir stjórnarskránni frá 1889, sem var lögleidd næsta ár, þegar fylkið varð fullgildur aðili að BNA.

Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjórinn, sem er kosinn í almennum kosningum til fjögurra ára í senn.  Samkvæmt stjórnarskránni má endurkjósa sama fylkisstjórann eins oft og hann/hún býður sig fram.  Sömu reglur gilda um varafylkisstjórann.  Aðrir embættismenn, sem eru kosnir í almennum kosningum, eru innanríkisráðherrann, ríkissaksóknari, fjármálaráðherrann, ríkisendurskoðandi og fræðslustjóri.

Þingið starfar í öldungadeild (42) og fulltrúadeild (84).  Þingmenn beggja deilda eru kosnir í almennum kosningum til tveggja ára í senn.  Fylkisstjóra er heimilt að kveðja saman þing.
Fylkið á tvö sæti í öldungadeild sambandsþingsins og hefur fjóra kjörmenn í forsetakosningum.

Einhver litríkasti stjórnmálamaður Idaho var William E. Borah, lýðveldissinni og öldungadeildarþingmaður í sambandsþinginu frá 1907 til dauðadags 1940.  Yfirleitt hefur Idaho stutt frambjóðendur lýðveldissinna í forsetakosningum.  Demókratar hafa haldið embætti fylkisstjóra síðan 1971 en lýðveldissinnar hafa haft meirihluta á þingi fylkisins.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM