Núverandi Idaho var fyrrum hluti Oregon-héraðs. Á fyrsta
aldarfjórðungi 19. aldar gerðu BNA, Stóra-Bretland, Spánn og
Rússland kröfur til þessa stóra landsvæðis. Meðal
indíánaþjóðflokka á svæðinu voru shoshone, bannock, nez
percé, pend d’oreille og kutenai.
Fyrstu hvítu landkönnuðarnir á Idaho-svæðinu voru
Bandaríkjamennirnir Meriwether Lewis og William Clark á
árunum 1905-06. Í kjölfar þeirra komu brezkir
skinnakaupmenn og bandarísk fyrirtæki. Bretar tóku völdin á
svæðinu í stríðinu 1812 en sex arum síðar sömdu Bretar og
Bandaríkjamenn um sameiginleg yfirráð. Spánverjar og Rússar
létu af kröfum sínum til Oregon-héraðs 1819 og 1824.
Verzlun jókst á svæðinu eftir byggingu Hall-virkisins nærri
Pocatello.
Árið 1846 tókst að leysa verzlunardeilur Breta og
Bandaríkjamanna, þegar ríkin undirrituðu samninga um óskert
yfirráð hinna síðarnefndu sunnan 49°N. Tveimur árum síðar
varð Idaho hluti af nýstofnuðu Oregon-héraði. Gamli hluti
þess norðan 46°N varð hluti af Washington-héraði árið 1853.
Mikill fjöldi innflytjenda settist að í Idaho eftir árið
1861, þegar gull fannst við þverá Clearwater-árinnar. Hinn
4. marz 1863 sameinaði núverandi svæði Idaho, Wyoming,
Montana og hluta Suður-Dakota, Norður-Dakota og Nebraska og
kölluðu það Idaho-hérað. Þegar Montana var gert að
sérhéraði 1864 og Wyoming 1868, fékk Idaho núverandi
landamæri.
Efnahagur héraðsins batnaði stöðugt á áttunda og níunda
áratugi 19. aldar. Kvikfjárrækt undirstöðuatvinnuvegur,
járbrautir voru lagðar og nýjar, auðugar jarðefnanámur
fundust. Áratuginn 1870-80 fanns indíánum nóg að sér kreppt
og réðust á byggðir landnema. Sambandsherinn bældi
uppreisnir þeirra niður og loks voru indíánar neyddir til að
hafast við á verndarsvæðum. Hinn 3. júlí 1890 varð Idaho
43. fylki BNA.
20. öldin. Mikill timburiðnaður þróaðist eftir að fylkið
var komið í fyrsta sæti fylkja BNA sem framleiðandi
sulfurs. Sambandsstjórnin studdi áveituframkvæmdir, sem
breyttu stórum auðnum í ræktarland og hleyptu af stað miklum
og blómlegum landbúnaði á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Í síðari heimsstyrjöldinni var mikið framleitt af matvælum
fyrir herinn.
Eftir stríðið fór fólk að streyma til borganna vegna
mikillar iðnvæðingar, þótt landbúnaðurinn héldi velli sem
mikilvæg efnahagsundirstaða. Árið 1951 fór
tilraunakjarnorkuver nærri Idaho Falls að skila rafmagni í
fyrsta skipti í heimssögunni. Um miðjan áttunda áratuginn
var þetta orkuver orðið að mikilvægri rannsóknar- og
tilraunastofnun Landsvirkjunar BNA.
Vinsældir skíðasvæða Idaho (Sun Valley o.fl.) jukust og
ferðaþjóustu óx fiskur um hrygg. Allt fram á okkar daga
hefur þessi þróun haldið áfram og stöðugt er hugað að
frekari uppbyggingu. |