Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúarnir 1.006.749 og hafði
fjölgað um 6,7% áratuginn á undan. Meðalfjöldi íbúa á hvern
ferkílómetra var þá 5. Hvítir 94,4% og negrar 0,3% auk
13.594 indíána, 2.719 Japana, 52.900 af spænskum uppruna.
Helztu þjóðflokkar indíána, sem bjuggu á svæði fylkisins,
voru nez, percé og shoshone.
Menntun og menning. Fyrsti skólinn í fylkinu var stofnaður
á fjórða áratugi 19. aldar, trúboðsskóli fyrir indíána.
Árið 1864 lögleiddi héraðsstjórnin stöðu skólamálafulltrúa
og lögðu þar með grundvöllinn að komandi skólakerfi. Seint
á níunda áratugi 20. aldar voru 574 grunnskólar í fylkinu
með 214.900 nemendur. Samtímis voru þar 11 æðri
menntastofnanir með u.þ.b. 49.000 stúdenta. Hinar helzt
þessara stofnana eru Idaho-háskóli (1889) í Moskvu,
Ríkisháskólinn í Boise (1932), Albertson-háskólinn (1891) í
Caldwell og Ríkisháskólinn (1901) í Pocatello.
Menningarstofnanir eru rúmlega 70 í fylkinu. Þeirra á meðal
eru Listasafnið í Boise og Sögufélag Idaho-fylkis í Boise.
Þá má nefna Náttúrugripasafnið í Pocatello og Safn Idaho-háskóla
í Moskvu.
Íþróttir og afþreying. Fjöllin, vötnin, árnar og víðlendar
óbyggðir laða mikinn fjölda ferðamanna og útivistarfólks að.
Það fer á skíði, dýraveiðar, í tjaldferðir, gönguferðir,
bátsferðir og stundar stangveiði. Helztu skíðasvæðin eru
Silver Horn í grennd við Kellogg, Schweitzer Basin við
Sandpoint og Sun Valley (opnað 1936) á leið Union-Kyrrahafsjárnbrautarinnar. |