Tennessee er eitt miðsuðausturfylkja BNA.
Til norðurs er Kentucky og Virginía, Norður-Karólína í
austri, Georgía, Alabama og Mississippi í suðri og Arkansas
og Missouri í vestri. Mississippifljótið myndar vesturmörkin.
Flatarmál
þess er 109.365 km² og íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 4,6 milljónir
(16% negrar).
Tennessee varð 16. fylki BNA 1. júní 1796.
Margar orrustur sjálfstæðisstríðsins voru háðar þar.
Efnahagurinn byggðist aðallega á landbúnaði fram á miðja 20. öld, þegar þjónustu- og framleiðsluiðnaður tók við.
Nashville (höfuðborgin) er viðurkennd sem miðstöð þjóðlagatónlistar og
Memphis, stærsta borgin, var uppspretta blús- og djasstónlistar. Oak
Ridge er mikilvæg miðstöð rannsókna og þróunar kjarnorku. Andrew
Jackson, James Polk og Andrew Jackson, forsetar, bjuggu í Tennessee.
Nafnið er dregið af byggð Cherokee-indíána,
Tennese.
cherokee-indíána. Tennessee er líka kallað
Sjálfboðafylkið. Helztu borgirnar eru Nashville, Memphis, Knoxville,
Chattanooga og Clarksville. |