Tennessee meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

TENNESSEE
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Nashville.  Aðrar helztu borgir eru:  Memphis, Knoxville, Chattanooga, Jackson.

Iðnaður (efnaiðn., vefnaður, rafvélar, timbur, matvæli).

Landbúnaður (tóbak, kvikfé, alifuglar, maís, hveiti og timbur).

Orkuver
(Tennesseeáin með > 30 virkjanir).

Jarðefni:  Kalk, sink, kol, fosfat, kopar, silfur.

Ferðaþjónusta er mikilvæg.

Great Smoky Mountains-þjóðgarðurinn, Memphis.

Fort Donelson herþjóðgarðurinn og kirkjugarður er 1½ suðvestan Dover.  Þar gafst Grant, hershöfðingi Suðurríkjamanna, upp árið 1862.  Safn og vettvangur orrustunnar.
Greenville.  Fyrrum bústaður klæðskerans og forsetans Andrew Johnson.  Hús hans er til sýnis og þar hvílir hann í grafreit.

Murfreesboro var höfuðborg ríkisins 1819-25.

Stones River National Battlefield, vígvöllur frá árunum 1862/63 er 5 km norðvestan hennar.  Þar er líka stór kirkjugarður.

Stone River National Battlefield (um áramótin 1862/63 var háð þar blóðug orrusta).

Nashville er sjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð.  Þar er Vanderbilt-háskóli og aðrar æðri menntastofnanir.  Mikil framleiðsla afþreyingartónlistar (sveitatónlist).  Þar er frægðarsafn sveitatónlisarinnar, Country Music Hall of Fame (safn).  Þinghúsið var byggt árið 1855.  Nashboroughvirkið er frá 1779 en stendur nú endurbyggt.  Í Aldargarðinum er eftirlíking af Parþenonhofsins í Aþenu 1897; listasafn).  Opryland U.S.A. er skemmtigarður 6½ km norðaustan bæjarins.  New Gran Ole Opry House, þar sem flutt eru þjóðlög, fjallafífla- og poptónlist í útvarpi og sjónvarpi (byggt 1974; tekur 4400 í sæti).

The Heremitage er sumarbústaður Andrew Jackson forseta frá 1819, 19 km austan Nashville.  Hann var endurbyggður eftir bruna 1834 og gröf Jacksons er í garðinum.

Siloh National Military Park and Cemetery er 16 km sunnan Savannah.  Þar fór fram fyrsta stórorrusta borgarstríðsins 1862 (24.000 létust; grafreitur og upplýsingamiðstöð).

Oak Ridge er meðalstór borg, sem var stofnuð til að framleiða úraníum 235 í síðari heimsstyrjöldinni, svo að Bandaríkjamenn gætu smíðað atomsprengjuna (Hiroshima, Nagasaki).  Þar er kjarnorkusafn og kjarnakljúfur 16 km suðvestan bæjarins.

Reelfootvatn er 3 km austan Tiptonville.  Stöðuvatnið myndaðist í jarðskjálftunum 1811-12, sem eru kenndir við Nýju-Madríd.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM