Tennessee stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
TENNESSEE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tennessee er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1870.  Æðsti embættismaður er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn og sami frambjóðandinn má ekki þjóna lengur en tvö samfelld kjörtímabil hverju sinni.  Forseti öldungadeildar er jafnframt varafylkisstjóri.  Þingið kýs innanríkisráðherra, fjármálaráðherra og ríkisendurskopanda.  Hæstiréttur skipar dómsmálaráðherra.

Þingið starfar í öldungadeild (33; 4 ár) og fulltrúadeild (99; 2 ár).  Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og 9 sæti í fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður 11 kjörmönnum í forsetakosningum.

Tennessee var vígi demókrata í forsetakosningum til 1952, þegar íbúarnir fóru að hallast meira á sveif með lýðveldisflokknum.

Meirihluti íbúa austurfylkisins er hliðhollur lýðveldisflokknum innan- og utan fylkisins en íbúar miðhlutans eru hliðhollari demókrötum.  Howard H. Baker yngri, sem var fyrst kosinn til öldungadeildar sambandsþingsins árið 1966, var leiðtogi meirihluta deildarinnar frá 1981 þar til hann dró sig í hlé 1984.  Albert Gore eldri var öldungadeildarþingmaður í þrjú kjörtímabil (1953-70).  Sonur hans Al Gore var einnig öldungadeildarþingmaður (1984-92), þar til hann varð varaforseti (1993-2000) Bill Clintons forseta.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM