Nashville
eða Nashville-Davidson er höfuðborg Tennessee.
Allt frá 1963 hafa borgin og Davidson-sýsla verið undir sömu
stjórn. Borgin er setur
fylkisstjórnarinnar og er miðstöð viðskipta, menntunar, ferðaþjónustu,
sveitatónlistar og iðnaðar (vélknúin farartæki, búnaður til
geimferða, prentað efni, matvæli, fatnaður og skór).
Starfsemi fjármála- og tryggingar- og flutningafyrirtækja er
einnig mikilvæg fyrir efnahag borgarinnar.
Meðal áhugaverðra staða í og umhverfis borgina eru þinghúsið
(1855), landstjórahúsið í georgískum stíl, Belle Meade-herragarðurinn
(1853) og Nashborough-virkið (eftirmynd af upprunalegu byggðinni).
Sveitasögnvahöllin og Ryman tónlistarhúsið eru víðfrægir
staðir. Ryman-tónlistarhúsið
er vettvangur Gran Ole Ophry-tónlistarhátíðanna.
Borgin er setur Belmont-háskóla (1951), David Lipscomb-háskóla
(1891), Fisk-háskóla (1867), Guðfræðiskóla frjálshuga baptista
(1942), Meharry-læknaháskans (1876) og Fylkisháskólans (1912)
.
Nashville-svæðið var veiðilendur
Cherokee-, Chickasaw- og Shawnee-indíánanna.
Franskir skinnaveiðimenn komu þar upp verzlunarstað árið 1710
(French Lick). Árið 1779
byggði hópur landnema, aðallega frá Norður-Karólínu, virkið
Nashborough, sem var nefnd eftir frelsisstríðshershöfðingjanum
Francis Nash. Árið 1784
var bærinn skírðu Nashville. Hann
var endastöð Natchez Trace, helztu samgönguleiðarinnar á landi, og
var orðinn líflegur hafnarbær snemma á 19. öld.
Flutningarnir á ánni byggðust aðallega á baðmull.
Árið 1843 var Nashville gerð að varanlegri höfuðborg
Tennessee og eftir 1850 hófst frægðarferill hennar á tónlistarsviðinu
vegna sveitartónlistarinnar, sem hefur verið iðkuð þar síðan.
Eftir þrælastríðið jukust viðskiptin og á þriðja áratugi
20. aldar var sveitartónlistin orðin heimsfræg.
Grand Ole Opry-úrvarpssendingarnar hafa verið í gangi síðan
1925. Iðnvæðingin jókst,
þegar Rafveita Tennessee (Tennessee Valley Authority) byggði stíflur
og virkjanir og seldi ódýra raforku til iðnaðar.
Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 511 þúsund. |