Memphis Tennessee Bandaríkin,


Graceland.


MEMPHIS
TENNESSEE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Memphis er mikilvæg miðstöð samgangna á landi og á vatnakerfi Mississippi og skammt utan hennar er millilandaflugvöllur.  Hún er miðstöð viðskipta í stóru landbúnaðarhéraði í árósunum.  Þar er stór baðmullar- og nautgripamarkaður og fjöldi verksmiðja, sem framleiða m.a. matvæli, landbúnaðarvélar og tæki, efnavöru, timbur- og pappírsvörur, vefnaðarvöru, húsgögn, sjúkragögn og lyf.  Skammt utan borgarinnar er herstöð flughersins.  Borgin er einnig mikilvæg miðstöð heilbrigðisþjónustu og menntunar, Rhodes-háskóli (1848), Fylkisháskólinn (1912), Le Moyne-Owen-háskólinn (1862), Háskóli krisna bræðralagsins (1871) og Listaháskólinn (1936).  Þarna eru allmörg söfn, Borgardýragarðurinn og sædýrasafn, skemmtigarður, margir leikhópar og íþróttaleikvangur.  Graceland, fyrrum bústaður Elvis Presley, dregur að flesta ferðamenn.  Mannréttindasafnið (1991) stendur á staðnum, sem Martin Luther King yngri var myrtur 1968.  Chucalissa-indíánaþorpið, sem var fyrst byggt í kringum árið 900 og yfirgefið á 16. öld, er í næsta nágrenni.

Frakkar reistu Assumption-virki á hæðunum ofan árinnar 1739.  Bretar náðu yfirráðunum 1763 og bandarískt virki var reist þar 1797.  Andrew Jackson, fyrrum forseti BNA, og tveir félagar hans stofnuðu borgina 1819 og hún var nefnd eftir Memphis í Egyptalandi.  Borgin óx í takt við aukna umferð á ánni og höfn hennar er meðal stærstu hafna BNA.  Löng herseta borgarinnar eftir þrælastríðið og sjúkdómsfaraldrar (sérstaklega árið 1879) fækkuðu íbúunum mjög og borgin varð gjaldþrota og borgarrétturinn var afnuminn 1879.  Uppstokkun efnahagslífsins og aukin umferð um höfnina leiddu til efnahagsbata og borgin fékk öll réttindi á ný árið 1893.  Í síðari heimstyrjöldinni blómstraði atvinnu- og efnahagslífið og á sjötta áratugnum voru reistar verksmiðjur við höfnina.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 610 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM