Nafn
fylkisins er úr indíánamáli og þýðir „Þjóð sunnanvindsins”.
Gælunöfn fylkisins eru Sólblómafylkið” og „Fylki akarnsskjósins”.
Flatarmál þess er 212.973 km² (14. stærsta fylki BNA).
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 2,4 milljónir (5 % negrar).
Kansas
er flatlent og sums staðar hæðótt og hækkar
nokkuð jafnt frá austri
til vesturs. Fylkið skiptist í þrjú landfræðileg svæðí, Stórusléttur
(High Plains og Plains Border), Osage Plains og Dissected Till Plains.
Stórusléttur eru hæstar og
flatlendastar og ná yfir vesturhluta fylkisins.
Einu frávikin í landslagi þeirra eru árdalir.
Víða leysist berggrunnurinn upp í vatni, hrynur eða sígur á
yfirborði við veðrun, þannig að víða eru lægðir í landslaginu.
Jarðvegur á þessum slóðum er sendnari en annars staðar í
fylkinu.
Osage-slétturnar í austurhlutanum eru hæðóttar.
Flint-hæðirnar í vesturhlutanum eru úr hörðu kalki.
Dissected Till-slétturnar í norðausturhlutanum eru þaktar jöklaseti
blönduðu grjóti.
Víðast í austurhlutanum er sléttujarðvegurinn frjósamur.
Höfuðborgin er Topeca og aðrar borgir m.a. Wichita, Kansas City,
Overland Park og Lawrence.
Kansas varð 34. fylki BNA 1861.
Landbúnaður: Hveiti, nautgripir, timbur, einkum valhnetutré.
Iðnaður:
Matvæli, samgöngutæki, vélasmíði, efnaiðnaður og flugvélasmíði
í Wichita.
Jarðefni:
Jarðolía, jarðgas, helíum (mesta framl. í BNA) og salt.
|