Kansas meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

KANSAS
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tvö stór fljót renna um fylkið, Kansas og Arkansar, sem hafa bæði austlæga stefnu.  Kansasfljótið á upptök í Missouri.  Þverár þess í norðanverðu fylkinu eru aðallega Smoky Hill, Saline, Solomon og Republican.  Arkansasfljótið rennur til austurs og síðan til suðurs, inn í Oklahoma.  Aðalþverá þess, Neosho, streymir líka til suðurs, að ármótum í Oklahoma.  Önnur stór þverá, Cimarron, á vatnasvið sitt í Suðvestur_kansas.  Náttúruleg stöðuvötn á Sléttunum miklu eru smá og sum þeirra þorna stundum upp.  Stærstu vötnin eru manngerð lón (Waconda eða Glen Elder, Tuttle Creek, Cheney, Milford og Kanopolis).

Council Grove
(National Historic Landmark) er þorp frá landnáminu við hina sögulegu Santa Fe leið.  Pioneer Cowboy fangelsið (1849).  Hays Tavern er veitingahús og hótel frá 1857.  Madonna of the Trail Monument er minnismerki um landnemakonu.
Dodge City er meðalbær, sem er mikilvæg miðstöð nautgripasölu og vísundaveiða.  Sögulega aðalgata með endurbyggðum húsum frá því um 1870.

Fort Leavenworth er 60 km norðvestan Kansas City.  Þar var fyrrum herstöð en nú liðsforingjaskóli.

Larned
er smábær með virkinu Fort Larned Historic Site frá 1859 og safni.

Manhattan
er smáborg með fylkisháskóla (u.þ.b. 18.000 stúdentar).  Rileyvirkið (1853) er 14 km suðvestan hennar og þar er riddaraliðssafn.

Wichita er allstór verzlunar- og iðnaðarborg.  Mikil verzlun með kornvörur, Cessna-flugvélaverksmiðjurnar (hægt að skoða).  Herstöð flughersins.  Wichita fylkisháskólinn (u.þ.b. 16.000 stúdentar) og aðrar menntastofnanir.  Ýmiss söfn.  Í Cowtown eru u.þ.b. 50 bjálkahús til sýnis.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM