Kansas stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
KANSAS

.

.

Utanríkisrnt.

Kansas er stjórnað í samræmi við stjórnarskrána frá 1859 og síðari breytingar.  Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn og má aðeins þjóna í tvö kjörtímabil í röð.  Aðrir almennt kosnir embættismenn eru vararíkisstjóri, ríkissaksóknari, fjármálaráðherra og tryggingaráðherra.

Þingið starfar í öldungadeild 40) og fulltrúadeild (125) og þingmenn eru kosnir íalmennum kosningum til 2 ára í senn.  Kansas á tvö sæti í öldungadeild sambandsþingsins og ræður 6 kjörmönnum í forsetakosningum.

Lýðveldissinnar hafa ráðið lögum og lofum síðan Kansas varð eitt fylkja BNA, þótt nokkrir demókratar hafi hlotið kosningu til embættis fylkisstjóra.  Robert Dole, sem var fyrst kosinn til setu í öldungadeild sambandsþingsins 1968, en naut ekki stuðnings til embættis varaforseta BNA 1976, var leiðtogi meirihluta lýðveldissinna á sambandsþinginu 1984-86.  Hann hlaut kosningu á ný árið 1994.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM