Meginlandsloftslag ríkir í Kansas. Vetur eru
kaldir og sumur heit. Lítill munur er á því milli
landshluta vegna þess, hve landslagslínur eru jafnar og
trufla lítt loftflæðið. Meðalárshiti er 13,3°C. Lægsta
skráða hitastig er -40°C (1905) og hið hæsta 49,4°C (1936).
Þurrkar verða á nokkurra ára fresti, mestir í vesturhlutanum.
Þrumuveður eru algeng, sundum með hagli. Farvegir
fellibylja liggja um Austur-Kansas. Meðalsnjókoma er 381mm.
Flóra og fána. Víða er graslent og villijurtir blómstra á
vorin (sólblóm o.fl.). Kaktus og sverðliljur vaxa á
þurrustu svæðunum í vestry. Skógar þekja aðeins 1,3%
landsins. Helztu trjátegundirnar eru eik, hikkorí, álmur,
baðmullarösp og víðir.
Fram undir miðja 20. öldina reikuðu stórar hjarðir vísunda
og antilópna um grassléttur landsins. Nú ber mest á dádýrum,
sléttuúlfum, sléttuhundum og kanínum. Meðal áberandi
fuglategunda eru sléttuhænsn, lynghænur, engjalævirkjar,
haukar og svartþrestir. Í ám og lónum eru bassi, karfi,
sólfiskur og krappi.
Auðlindir, framleiðsla og iðnaður. Mikilvægustu
náttúruauðlindir fylkisins eru olía, náttúrugas, kol, sandur
og möl. Kansar er meðal mestu hveiti- og
maísframleiðslufylkja BNA. Einnig er mikið ræktað af
alfalfa, sorghum, sojabaunum, rúg, höfrum, byggi og
sólblómum. Nokkuð er um mjólkurframleiðslu, kjúklinga- og
svínabú.
Skóglendi eru takmörkuð og skapa litlar tekjur. Eitthvað er
notað af eik, valhnetu og hikkorí til húsgagnasmíði.
Iðnaðurinn byggist aðallega á smíði flutningatækja, einkum
flugvéla, framleiðslu vélbúnaðar til iðnaðar, matvæla,
prentvöru, efnavöru, gúmmís og plastvöru.
|