Lawrence er borg í
frjósömu kornræktarhéraði. Þar
eru Kansasháskóli og Haskell menntaskólinn fyrir indíána (1884).
Iðnaðurinn byggist aðallega á framleiðslu heillaóskakorta,
gæludýrafóðurs, efnavöru og pípuorgela.
Þarna var stofnað til byggðar árið 1854, þegar hjálparstofnun
í Nýja-Englandi, sem barðist gegn þrælahaldi, sendi þangað
landnema. Byggðin fékk
nafn Amos A. Lawrende, sem framleiddi vefnaðarvöru í Nýja-Englandi.
Byggðin komst á spjöld sögunnar vegna aðgerða gegn þrælahaldi
eftir 1850. Í borgarastyrjöldinni
lagði her William Quantrill frá Suðurríkjunum bæinn í eyði árið
1863. Lagning járnbrautanna
hleypti nýju lífi í bæinn 1864 og þar var stofnaður háskóli
1865. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var tæplega 66 þúsund. |