Abilene Kansas Bandaríkin,


ABILENE
KANSAS

.

.

Utanríkisrnt.

Abilene er borg í miðju korn- og nautgriparæktarhéraði.  Hún er miðstöð viðskipta, flutninga og nokkurs iðnaðar.  Þar getur m.a. að sjá Eisenhower-miðstöðina (æskustöðvar Dwight D. Eisenhower, forseta BNA).  Þarna hófst byggð skömmu fyrir og eftir 1870 við norðurenda Chisholm-leiðarinnar, sem var mikið notuð til rekstrar nautgripa.  Þegar járnbrautin var komin í gagnið, voru nautgripirnir fluttir með henni frá Abilene til markaða í austurhluta BNA.  Nafn bæjarins kemur úr Biblíunni og þýðir líklega „Fögru heimkynni”.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 6240.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM