Wichita Kansas Bandaríkin,


WICHITA
KANSAS

.

.

Utanríkisrnt.

Wichita er stærsta borgin í Kansas, einhver mesti flugvélaframleiðandi BNA og þar eru miklar hveitimyllur og geymslur.  Aðrar framleiðsluvörur eru m.a. útilegubúnaður, olíuvörur, prentað efni og fjölbreytt matvara.  Wichita-ríkisháskólinn (1895), Friends-háskólinn (1898) og Kansas Newman-háskólinn (1933).  Þarna er indíánasafn, stjörnuathugunarstöð, nokkur lista- og sögusöfn og fjöldi sögustaða frá 19. öld.  Byggðin var stofnuð 1867 sem verzlunarstaður og var nefnd eftir Wichita-fólkinu, sem bjó þar á þeim tíma.  Chisholm-leiðin, sem var aðallega notuð til nautgriparekstra frá Texas, lá um Wichita og eftir komu járnbrautanna 1872 dafnaði bærinn vegna nautgripaflutninganna.  Olía fannst á þessu svæði árið 1915 og flugvélaverksmiðjurnar hófu starfsemi árið 1920.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 304 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM