Topeka er höfuðborg
Kansasfylkis, miðstöð viðskipta og iðnaðar í frjósömu nautgripa-
og hveitiræktarhéraði (neyzluvörur, matvæli, prentað efni, gúmmí-
og málmvörur). Þar að
auki byggist efnahagur borgarinnar á opinberri starfsemi, ferðaþjónustu
og tryggingastarfsemi. Þarna
er Washburnháskóli (1885) og Menningerstofnunin (taugaaðgerðir).
Gestir borgarinnar líta gjarnan á Þjóðminjasafnið, Mulvane-listamiðstöðina
(málverk, höggmyndir) og landstjórabústaðinn (1866-1903).
Byggðin var skipulögð 1854 í grennd við gömlu leiðirnar
milli Santa Fe og Oregon og varð að áfangastað járnbrautarinna til
Atchinson og Santa Fe. Árum
saman var bærinn miðstöð átaka milli fylgjenda þrælahalds og afnámssinna
í Kansas. Árið 1861 var
Topeka valin sem frambúðarhöfuðborg Kansas, þegar héraðið varð
að fylki í BNA. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 120 þúsund. |