Kansas City er borg við
ámót Kansas- (Kaw-) og Missouri-ánna.
Hún er meðal stærstu borga fylkisins og miðstöð viðskipta,
iðnaðar og flutninga fyrir korn- og kvikfjárræktarhéraðið
umhverfis hana. Þar er
mikil matvælaframleiðsla, einkum kjötiðnaður, framleiðsla
flutningatækja, vélbúnaðar, enfavöru og hreinsaðs benzíns.
Læknaháskólinn (1905), Guðfræðiháskóli baptista (1901) og
Tónleikahöll Kansasborgar. Byggð
hófst þarna árið 1843, þegar Wyandot-fólkið settist að.
Alríkisstjórnin keypti síðan landið 1855. Þarna óx upp stór nautgripamarkaður og kjötiðnaður eftri
1863, þegar Wyandotte varð viðkomustaður fyrstu járnbrautarinnar þvert
yfir meginlandið. Árið
1886 voru sveitarfélögin Wyandotte, Armstrong og Armourdale sameinuð
og Kansas City varð til. Síðar
bættust önnur sveitarfélög við (Argentine, Quindaro, Rosedale og
Turner). Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var tæplega 150 þúsund. |