Nebraska
er eitt miðnorðvesturfylkja BNA. Norðan þess er
Suður-Dakota, Iowa og Missouri í austri, Kansas í suðri,
Colorado í suðvestri og Wyomong í vestri. Missouriáin
myndar austurlandamærin. Nebraska varð 37. fylki BNA 1.
marz 1867.
Flatarmál þess er 199.933 km² (15. stærsta fylki BNA).
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 1,6 milljónir (3% negrar).
Það er þekkt landbúnaðarfylki. Í kringum 1990 voru komnar
fleiri stoðir undir efnahagslífið, aðallega byggðar á þjónustugreinum
og iðnaði. Gerald R. Ford, fyrrum forseti BNA, fæddist í Nebraska. Nafnið er úr indíánamáli (sioua) og þýðir
lygnt eða breitt vatn með tilvísun í Platte-ána. Helztu borgir þess
eru Lincoln (höfuðborgin), Omaha, Grand Island, Bellevue og Kearney. |