Omaha Nebraska Bandaríkin,


OMAHA
NEBRASKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Omaha er stærsta borg Nebraskafylkis, miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar í frjósömu landbúnaðarhéraði (kvikfé og korn).  Þar er einhver stærsti kvikfjármarkaður heimsins, mikill kjötiðnaður og framleiðsla fjarskiptatækja, matvæla, fatnaðar, timburs og trévöru, húsgagna og innréttinga, pappírsvöru, efnavöru, olíu og olíuvöru.  Mikil fjármálastarfsemi borgarinnar byggist á tryggingarfélögum, bönkum og verðbréfamarkaði.  Þá er prentiðnaður og útgáfustarfsemi mikil í borginni.  Borgin er setur Nebraskaháskóla, Creighton-háskóla (1878), Læknaháskóla Nebraska (1869), Háskóla hl. Maríu (1923) og Biblíuháskólans (1943).  Meðal menningarstofnana eru Joslyn-listasafnið og Vestrasögusafnið.  Árlega eru haldin úrlistamót í körfubolta og borgin styður nokkra leiklistarhópa, Óperuna, Ballettinn og symfóníuhljómsveitina.

Mormónalandnemar höfðu vetursetu á þessum slóðum 1846-47.  Byggðin, sem var skipulögð 1854, var nefnd eftir Omaha-indíánunum.  Hún er nánast í miðjum BNA og varð fljótlega mikilvæg miðstöð flutninga og verzlunar.  Hún þróaðist sem birgðastöð vagnalestanna á vesturleið og tenging hennar við járnbrautirnar 1869 jók hagsæld íbúanna.  Omaha var höfuðborg Nebraskahéraðs til 1867, þegar það varð að fylki og Lincoln var valin höfuðborg.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 336 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM