Lincoln Nebraska Bandaríkin,


LINCOLN
NEBRASKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lincoln, höfuðborg Nebraskafylkis, er mikil markaðsborg fyrir kornvörur, miðstöð flutinga, menntunar og iðnaðar (matvæli, einkum kjötvörur, járnbrautarvagnar, lyf, rafeinda- og raftæki, gúmmívörur, lítil ökutæki og vélhjól).  Meðal áhugaverðra staða eru þinghúsið (vígt 1932; 122m hár turn með bronsstyttu af sáningarmanningum) og Sheldon-listasafnið.  Borgin er setur Fylkisháskólans (1869), Wesley-háskólans (1887) og Union-háskólans (1889). 

Saltlægðin, sem borgin stendur í, var eitt sinn heimaslóðir nokkurra indíánaþjóða, Pawnee, Omaha og Oto.  Árið 1859 var Lincoln valinn þarna staður sem kaupstaður sýslunnar og hét þá Lancaster eftir samnefndum bæ í Pennsylvaníu.  Átta árum síðar fékk bærinn nafn forseta BNA, Abraham Lincoln og varð jafnframt höfuðstaður fylkisins.  Íbúar sunnar og norðan Platte-árinnar deildu í 13 ár um val höfuðborgarinnar, sem stóð á milli Omaha og Lincoln.  Efnahagsleg þróun borgarinnar hófst að marki á níunda áratugi 19. aldar og í kringum aldamótin var hún orðin miðstöð járnbrautasamgangna og kjötvöruframleiðslu.  Á þriðja áratugi 20. aldar óx hagvöxtur og aftur á sjöunda og áttunda áratugnum.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 192 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM