Texas er eitt suðvestur-miðfylkjanna með Oklahoma í norðri,
Arkansas í norðaustri, Louisiana í austri, Mexíkóflóa í suðaustri, Mexíkó
í suðvestri og Nýja-Mexíkó í vestri. Rauðá mynda hluta norðurlandamæranna,
Sabine-áin hluta austurlandamæranna og Rio Grande landamærin að Mexíkó.
Texas varð 28. fylki BNA 29. desember 1845. Tveir forsetar BNA á 20. öld,
Dwight D. Eisenhower og Lyndon B. Johnson, fæddust í Texas. Á 19. öld byggðist efnahagslíf
fylkisins á landbúnaði, einkum nautgripa- og baðmullarrækt. Snemma á 20.
öldinni fundust olía og gas í jörðu, sem efldu efnahag og iðnþróun
fylkisins. Á fyrri hluta tíunda áratugar 20. aldar voru Houston, Dallas
og San Antonio stærstu borgir fylkisins og meðal helztu miðstöðva
viðskipta og iðnaðar.
Nafn
fylkisins er úr indíánamáli og þýðir „vinur” en það er líka
kallað „Lone Star State” (Einstirnisfylkið).
Það var tekið upp og stafsett eins og nú, þegar lýðveldið Texas var
stofnað árið 1836. Helztu borgirnar eru: Austin (höfuðborgin), Housteon,
Dallas, San Antonio, El Paso og Fort Worth.
Flatarmál þess er 692.111 km², sem gerir það að næststærsta
fylki BNA. Íbúafjöldinn
1997 var á 15. milljón (12% negrar). Texas varð 28. fylki BNA árið 1845. |