Brownsville er
hafnarborg gegnt Maamoros í Mexíkó við Río Grande-ána.
Efnahagur borgarinnar byggist á viðskiptum, flutningum og iðnaði
(rafeindatæki, búnaður til geimferða, olíuvörur, matvæli (rækjur)
o.fl.). Umhverfis borgina
er stórt landbúnaðarhérað, þar sem áveitur eru notaðar. Þachary Taylor, hershöfðingi, reisti Fort Texas, síðar
nefnt Fort Brown, árið 1846. Árið
1906 voru 167 hermenn reknir úr herliðinu í Brown-virkinu vegna dauða
eins íbúa borgarinnar. Forseti
BNA, Theodore Roosevelt, hafði afskipti af málinu, sem þótti á ýmsan
hátt mótsagnakennt og talið var, að þessi hermenn hefðu verið blórabögglar. Þetta mál var tekið upp og rannsakað á ný árið 1972
og niðurstöðunni breytt í þá veru, að þessum hermönnum hefði
verið veitt lausn úr hernum með sóma. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var 99 þúsund. |