Abilene er viðskipta-,
fjármála- og iðnaðarborg í stóru olíu- og landbúnaðarhéraði (nautgripir,
korn). Helztu framleiðsluvörurnar
eru hreinsuð olía og olíuvörur, búnaður til geimferða, hljóðfæri
og matvæli. Borgin er
setur Hardin-Simmons-háskólans (1891).
Borgin var stofnuð, þegar járnbrautin var komin á þessar slóðir
1881 og var nefnd eftir Abilene í Kansas.
Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 107 þúsund. |