Höfuðborgin
er Austin og aðrar borgir m.a. Houston, Dallas, San Antonio,
Fort worth og El Paso, sem eru allar fjölmennari en
höfuðborgin.
Landbúnaður: Baðmull (mesta framleiðslan í BNA), hrísgrjón, hveiti,
sorghum, greipaldin og aðrir ávextir og grænmeti.
Mikil nautgripa-, sauðfjár og fuglarækt. Fiskveiðar eru
nokkrar.
Iðnaðurinn er
vaxandi: Efnablöndur, stál,
alúmíníum, framleiðsla í tengslum við flug- og geimferðir, olíuhreinsun,
vélasmíði, matvæli og málmvinnsla.
Jarðefni: Jarðolía
(mesta olíuframl. í BNA), jarðgas, malbik, brennisteinn, salt, helíum,
magnesíum, bróm, leir og kopar.
Ferðaþjónustan
er vaxandi (fjöll, hellar og heilsubótarstaðir).
Big Bend þjóðgarðurinn, Dallas, Houston og San Antonio.
Brownsville
er allstór borg með sjóbaðstöðum og listamannanýlendu við Rio Grande
(landamærin að Mexíkó) í grennd við mynni árinnar við Mexíkóflóa. Á hægri bakkanum er mexíkóska borgin Matamoros, sem er rúmlega
tvöfalt stærri. Höfn
borgarinnar er 9½ km norðaustan hennar.
College Station
er meðalstór borg, setur Texas A & M-háskólans (kjarnorkurannsóknir).
Denison
er smábær og fæðingarstaður Eisenhowers forseta.
Corpus
Christi
er iðnaðar- (tæplega ¼ millj.; málmar, jarðolía;
kvikfjármarkaður) og hafnarborg við Mexíkóflóa.
Fyrir ströndinni er verndarsvæðið Padre Island National
Seashore, á 182 km og allt að 5 km breiðri sand- og malareyju.
Denton
er meðalstór borg, setur Norður-Texasháskólans (u.þ.b.
17.000 stúdentar) og kvennaháskóla Texas (u.þ.b. 7000
stúdínur).
Fort
Davis National Historic Site er 40 km norðvestan Alpine.
Þar eru rústir mikilvægrar landamærastöðvar frá 1845.
Fredericksburg er smábær, sem þýskir landnemar stofnuðu árið 1846. Þeir gerðu svokallaðan Meusebachsamning við Chomanche-indíánana
á svæðinu. Sambandskirkjan,
upprunalega frá 1847, var endurbyggð og hýsir nú safn.
Fyrrum hótel Nimitz er nú Sjóherssafn og bærinn státar líka
af landnemasafni.
Galveston er
meðalstór hafnarborg (skipasmíðar) við ytri hluta Galvestonflóa,
þar sem hann mætir Mexíkóflóa.
Árið 1900 eyddist borgin næstum alveg í stórflóði og 6000
manns létust. Sædýrasafnið
Sea-Arama og baðstrendur.
Huntsville
er lítil borg, sem var heimabær Sam Houston, sem frelsaði Texas undan
yfirráðum Mexíkó. Heimili
hans er til sýnis og gröf hans er þar.
Sam Houstonháskólinn (u.þ.b. 11.000 stúdentar).
Johnson
City
er smáþorp. Lyndon
B. Johnson National Historic Site.
Fæðingarhús og fyrrum bústaður forsetans.
Kingsville
er lítil borg. Skammt frá
henni er fyrirmyndarbúgarðurinn King Ranch (333.205 ha), þar sem er
stunduð vísindaleg nautgriparækt.
Laredo
er meðalstór borg, mikilvæg samgöngumiðstöð tengd Mexíkó við
Rio Grande. Á hinum árbakkanum
er mexíkóska borgin Nuevo Laredo, sem er næstum tvöfalt stærri.
Þinghús fyrrum lýðveldisins Rio Grande (1755) og kaktusagarður.
Lubock
er stór borg og landbúnaðarmiðstöð (nautgripasýning og nautareiðar
í marz). Fylkisgarðurinn
Mackenzie státar af sléttuhundum.
Odessa
er stór borg, stundum kölluð „Olíuborgin”.
Fjöldi stórra og smárra gíga myndaðist 11 km suðvestan
borgarinnar fyrir u.þ.b. 20.000 árum, þegar loftsteinaregn skall til
jarðar.
Palestine
er stór borg, þar sem fyrstu tilraunir voru gerðar með háloftabelgi.
Sjóböð við þorpin Port Aransas og Rockport, þar sem er
listamannanýlenda. |