Texas stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
TEXAS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Texas er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1876.  Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn og endurframboðum sömu manna í þeirri stöðu eru ekki takmörk sett.  Aðrir kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra, ríkisendurskoðandi, landbúnaðarráðherra og umsjónarmaður þjóðlendna.  Járnbrautaráðið (3 menn) er kosið til 6 ára í senn og fer með stjórn framleiðslu eldsneytis, gass og kola auk flutningamála járnbrautanna.

Þingið starfar í öldungadeild (31; 4 ár) og fulltrúadeild (150; 2 ár).  Texas á tvö sæti í öldungadeild og 30 sæti í fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður 32 kjörmönnum í forsetakosningum.

Texas hefur löngum verið eitt af höfuðvígjum demókrata, bæði innanlands og á þinginu í Washington DC.  Meðal áberandi stjórnmálamanna fylkisins voru Sam Rayburn, sem var lengi forseti fulltrúadeildar sambandsþingsins (1940-47, 1949-53, 1955-61) og Lyndon B. Johnson leiðtogi meirihluta öldungadeildar sambandsþingsins (1955-61), varaforset BNA (1961-63) og forseti að John F. Kennedy látnum (1963-69).  Þá má nefna Jim Wright, sem var forseti öldungardeildar fylkisþingsins 1987-89.  Allt frá sjötta áratugnum hefur lýðveldisflokknum vaxið fiskur um hrygg.  Árið 1978 var frambjóðandi hans kosinn fylkisstjóri en slíkt hafð ekki gerzt síðan á sjöunda áratugi 19. aldar.  Oft ráða atkvæði kjörmanna fylkisins, hver verður forseti BNA.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM