Texas íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
TEXAS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 var íbúafjöldinn 16.986.510 og hafði fjölgað um 19,4% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 24.  Hvítir 75,2%, negrar 11,9% auk 69.634 Víetnama, 64.349 indíána, 63.232 kínverja, 55.795 indverja, 34.350 Filipseyinga, 31.775 Kóreumanna og 14895 Japana.  Næstum fjórðungur íbúanna, 4.339.900 manns, voru af spænskum (mexíkóskum) uppruna.

Menntun og menning.  Árið 1746 var fyrsti ríkisskólinn stofnaður í núverandi San Antonio.  Það var þó ekki fyrr en 1839, að skólakerfið fór að þróast, þegar hverri sýslu var úthlutað landi fyrir skólabyggingar.  Árið 1854 var settur lagafótur undir samræmt skólakerfi og stjórnarskráin frá 1869 kvað á um fría menntun allra barna.  Í kringum 1990 voru grunnskólar orðnir 5.937 með 3.328.500 nemendur auk 181.700 í einkaskólum.

Framhalds- og háskólakerfi fylkisins er öflugt.  Á sama tíma voru æðri menntastofnanir 174 með 877.900 stúdenta.  Hin elzta er Suðvesturháskólinn (1840) í Georgetown.  Aðrar merkar menntastofnanir eru:  Baylor-háskóli í Waco, Rice-háskóli, Houston-háskóli (1927), Suður-Texas-háskóli (1947) og Baylor-læknaháskólinn (1903) í Houston, Suður-meþódistaháskólinn  í Dallas, Texas A&M-háskóli (1876; College Station) og Texas-háskóli í Austin, Arlington, Brownsville, Dallas (Richardson), Endiburg, El Paso, Houston, Odessa, San Antonio og Tyler.

Menningarstofnanir eru margar í Dallas, Fort Worth og Houston:  Dallas leiklistarmiðstöðin (arkitekt Frank Lloyd Wright), John F. Kennedy minnismerkið, Listasafnið í Dallas, Náttúrugripasafn Dallas, Amon Carter-listasafnið í Fort Worth, Vísinda- og sögusafnið í Fort Worth og Kimbell listasafnið.

Meðal menningarstofnana í Houston eru:  Listasafnið (Ima Hogg-indíánalistasafnið, Samtímalistasafnið, Menil-safnið og í grenndinni er Rothko-kapellan auk Náttúruvísindasafns Houston.

Fyrsta bókasafnið í Texas var opnað 1839 í Austin.  Upp úr 1990 voru almenningsbókasöfn orði 475.  Lamar-bókasafnið í Texasháskóla í Austin, Almenningabókasafnið í Houston og San Antonío eru hin stærstu.  Lyndon Baines Johnson-safnið og bókasafnið í Austin hýsir skjöl og aðrar minjar úr lífi hins látna Bandaríkjaforseta.

Áhugaverðir staðir.  Meðal vinsælla ferðamannastaða eru Big Bend og Guadalupe-fjalla þjóðgarðarnir, Alibates Flint námugarðurinn og Padre-eyjarströndin.  Margir sögustaðir eru tileinkaðir spænskri arfleifð og baráttu Texasbúa fyrir sjálfstæði frá Mexíkó á 19. öld.  Meðal slíkra staða eru:  San Jose-trúboðsstöðin (1720) í grennd við San Antonio, Alamo-virkið, sem er minnismerki um mexíkóskan sigur árið 1836, í San Antonio, San Jacinto vígvöllurinn, þar sem Texasbúar unnu frækinn sigur á Mexíkóum í grennd við Houston og Fort Davis þjóðarminnismerkið (virki, sem var notað á árunum 1854-91 til verndar ferðamönnum milli San Antonio og El Paso.  Það er líka áhugavert að heimsækja Frumherjaþorpið (endurbyggt bjálkaþorp í grennd við Corsicana), fæðingarstað Dwight D. Eisenhower í Denison, Sam Rayburn-bókasafnið (minnismerki um forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings) í Bonham og Lyndon B. Johnson þjóðargarðinn (fæðingarstaður LBJ) í Johnson City.

Íþróttir og afþreying.  Ströndin við Mexíkóflóa, stöðuvötn, ár, skógar og almenningsgarðar eru vettvangar margs konar útivistar og afþreyingar, s.s. sunds, siglinga, stangveiði, gönguferða, útilegu, dýraveiði og golfs.  Skemmtigarðurinn Six Flags Over Texas í Arlington er vinsæll.  Frægðarhöll íþróttanna í Texas er á Dallas-svæðinu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM