Nafnið
er komið úr spænsku: Cayo Huesco = Beinaey.
Eyjan
er suðvestust eyjakeðjunnar „The Keys” og er syðsti hluti BNA.
Hún er aðeins í 160 km fjarlægð frá Kúbu og var fyrrum sjóræningjahreiður.
Flotastöð var byggð þar árið 1822 til verndar sjófarendum og þar
er einnig froskmannaskóli hersins. Árið 1845 var höfnin í Key West orðin mjög mikilvæg og
aðfluttir íbúarnir frá Bahamaeyjum lifðu góðu lífi af strandgóssi úr hinum mikla fjölda skipa, sem
strandaði við eyjuna.
Um 1870 var Key West stærsta og ríkasta borg Bandaríkjanna.
Conchhúsin, sem ríkir skipstjórar og þeir, sem auðguðust á
strandgóssi, byggðu, standa enn sem talandi tákn þessa blómaskeiðs.
Vindlaframleiðsla
útlægra Kúbverja varð að stóriðnaði um tíma, þar til hún var
flutt til Tampa. Þróun
ferðaþjónustunnar hófst um aldamótin 1900 og hún efldist mikið við
lagningu járn-brautar Flaglers til Key West árið 1912.
Samtímis voru hafnar áætlunarferðir með ferjum til Kúbu.
Þjónusta við ferðamenn er orðin aðalatvinnuvegur
eyjarskeggja. Lífsgleði
íbúanna, sem eru víða að, laðaði til sín listamenn og rithöfunda.
Á fjórða- og fimmta áratugnum bjuggu þar m.a. Ernest
Hemingway, Tennessee Williams og um tíma líka John Dos Passos.
Árið
1934 varð borgin gjaldþrota rétt áður en geysiöflugur fellibylur
eyðilagði járnbrautina árið 1935.
Núna
er Key West meðal þeirra staða í Bandaríkjunum, þar sem fólk af
mismunandi uppruna og litarhætti er samrýndast og lífstíll Karíbasvæðisins
dregur til sín rúmlega 2,5 milljónir ferðamanna á ári.
Þrátt fyrir ferðamannastrauminn, kunna listamenn, rithöfundar
og fólk, sem hefur snúið baki við hversdagslegu amstri, vel við sig
í á eyjunni. Lífið í
borginni vaknar ekki fyrr seint síðdegis dag hvern og nær hámarki sínu
á markaðnum á Mallorytorgi á kvöldin.
Gamli bærinn á suðvesturodda eyjarinnar með ljósmáluðum húsum
frá 19.öld er mjög aðlaðandi.
Hann nær yfir fjórðung eyjarinnar.
Conch-húsin hafa verið endurnýjuð og lagfærð.
Orðið Conch er notað um íbúa, sem annaðhvort eru fæddir á
eyjunni eða á Bahamaeyjum. Við
Duval Street, sem liggur á milli Mexíkóflóa og Atlantshafs, og
fallegar þvergöturnar eru verzlanir, listagallerí, götuveitingahús
og barir í þéttum röðum. |