Norður Dakóta Bandaríkin,
Flag of United States

BISMARCK FARGO GRAND FORKS Meira

NORÐUR-DAKOTA (ND)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gælunöfn fylkisins eru „Sioux State” og „Flickertail State”.  Flatarmál þess er 182.945 km² (17. stærsta fylki BNA).  Íbúafjöldi 1997 var u.þ.b. 6,6 milljónir (0,4% negrar).   Norður-Dakota varð 39. fylki BNA 1889. 

Norður-Dakota er eitt miðnorðurríkjanna.  Í norðri eru kanadísku héruðin Saskatchewan og Manitoba, í austri er Minnesota, í suðri er Suður-Dakota og Montana í vestri.

Norður-Dakota varð aðili að BNA 2. nóvember 1889 sem 39. fylkið.  Það er hefðbundið landbúnaðarfylki með frjósömum jarðvegi og góðum beitilöndum.  Snemma á 10. áratugi 20. aldar hafði iðnaði, opinberri og almennri þjónustu og námugrefti vaxið talsverður fiskur um hrygg án þess að landbúnaður færðist úr fyrsta sæti.  Nafn fylkisins er úr indíánamáli (sioux) og það er líka kallað Friðargarðsfylkið með alþjóðlega friðargarðinn á landamærunum að Manitoba í Kanada í huga.  Aðalborgir fylkisins eru Bismarck (höfuðborgin), Fargo, Grand Forks, Minot og Dickinson.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM