Fargo Norður Dakóta Bandaríkin,


FARGO
NORÐUR-DAKOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Fargo er miðstöð viðskipta, fjármála, menningar og heilbrigðisþjónustu í frjósömu landbúnaðarhéraði í Norður-Dakota (korn, sykurrófur, kvikfé).  Iðnaðurinn framleiðir m.a. tæki til landbúnaðar, matvæli og málmvörur.  Borgin er setur Fylkisháskólans (1890).  Arkitektinn Cass Gilbert hannaði járnbrautarstöðina.  Norður-Kyrrahafsjárnbrautarfélagið stofnaði byggðina á þessum slóðum árið 1871 og nefndi hana eftir hraðsendingamanninum William G. Fargo.  Bærinn Vestur-Fargo er í grenndinni (íbúafj. 1990 var 12.300).  Áætlaður íbúafjöldi í Fargo árið 1990 var rúmlega 74 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM