Höfuðborgin er Bismarck og meðal annarra borga eru Fargo og
Grand Forks.
Landbúnaður: Geysimikil
kornrækt, hveiti og bygg, rúgur, maís, kartöflur, sykurrófur,
nautgripa- og sauðfjárrækt.
Mikill
matvælaiðnaður og námuvinnsla.
Jarðefni:
Jarðolía, jarðgas og brúnkol.
Talsverð ferðaþjónusta.
Bismarck
er stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð við Missiuriána (korn, kjöt
og olía). Þinghús.
Háhýsi upp á 17
hæðir frá 1932.
Þjóðminjasafn. Stytta
af indíánakonunni Sacajawea og túlki og leiðtoga Lewis-&-Clark-leiðangursins.
Fargo
er
verzlunarborg (einkum korn) í frjósömum dal Rauðár. Þar er háskóli Norður-Dakota.
Geysihátt (629m) sjónvarpsmastur er 72 km norðvestan
borgarinnar.
Abercrombievirkið
er 32 km norðvestan Wahpeton, upprunalega frá 1857 (safn), endurbyggt.
Garrison
Dam
er 3 km löng og 61 m há stífla, sem myndaði Sakakaweavatn, 103 km
norðan Bismarck. Heilsubótarstaður.
Grand
Forks
er háskólaborg (u.þ.b. 10.000 stúdentar) við Rauðá.
Jamestown
er fremur stór bær í fallegu umhverfi við Jamesána.
Frontier Village er landnemaþorp í útisafni.
Þar er einnig stórt minnismerki um vísundana, sem reikuðu um
í risastórum hjörðum. Kaupstefna
í júlí ár hvert.
Mandan
er
bær, sem var nefndur eftir mandanindíánunum, á vesturbakka Missouriárinnar,
beint á móti Bismarck. Fort
Lincoln State Park með bjálkahúsum og indíánasafni.
Medora
er þorpskríli, sem byggðist í kringum viðskipti með nautgripi.
Þar er höll stofnanda þess, markgreifans af Mores og fleiri söguleg,
endurbyggð hús.
Nekoma
er u.þ.b. 160 km norðvestan Grand Forks.
Þar var fyrstu ABM gagneldflaugum BNA komið fyrir.
Theodore
Roosevelt National Memorial Park er stórt náttúruverndarsvæði (285 km²) í vesturhluta fylkisins.
Þar standa tveir búgarðar, sem forsetinn byggði sér. |