Bismarck Norður Dakóta Bandaríkin,


BISMARCK
NORÐUR-DAKOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Bismarck, höfuðborg Norður-Dakota, er mistöð viðskipta með korn og kvikfé og iðnaðar, sem framleiðir landbúnaðarvélar, matvæli, prentað efni og stálvörur.  Meðal áhugaverðra staða er Þinghúsið og Sögumiðstöðin, þar sem eru söfn um sögu Sléttnanna miklu.  Handan Missour-árinnar er skemmtigarðurinn Fort Lincoln State Park, þar sem var fyrrum virki undir stjórn George A. Custers ofursta, sem lét lífið í orrustunni við Litla-Stórahorn 1876.  Sunnan borgarinnar er Standing Rock-indíánaverndarsvæðið, þar sem Hunkapapa Sioux-höfðinginn Sitting Bull var drepinn 15. desember 1890 og grafinn í Yates-virkinu.

Byggð hvítra manna fór að myndast við vað á ánni, sem indíánar höfðu löngum notað, árið 1872, þegar Hancock-herstöðin var byggð til verndar verkamönnunum, sem lögðu Norður-Kyrrahafs-járnbrautina.  Þegar lokið var við lögn sporanna að Missouri-ánni næsta ár, skírði járnbrautarfélagið byggðina eftir þýzka kanslaranum prins Otto von Bismarck til að laða að þýzka fjárfesta.  Eftir gullfundi í Svörtuhæðum í grenndinni árið 1874 varð bærinn höfuðstaður Dakota-héraðsins og þegar því var skipt í tvennt 1889 varð Bismarck höfuðborg Norður-Dakota.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 50 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM