Connecticut BNA USA,
Flag of United States

ÍBÚARNIR

LAND og NÁTTÚRA

SAGAN

STJÓRNSÝSLA

BRIDGEPORT HARTFORD NEW HAVEN STAMFORD
WATERBURY

CONNECTICUT, (CT)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nafn fylkisins er komið úr indíánamáli, „quinnehtukqut”, og þýðir sjávarföll.  Fylkið er líka kallað Stjórnarskrárfylkið vegna þess, að það varð fyrst til að fá stjórnarskrá, sem var fest á blað.  Flatarmálið er 12.968 km² (48. í stærðarröð fylkjanna).  Íbúafjöldinn var u.þ.b. 3,1 milljón (7% negrar) árið 1997.  Höfuðborgin er Hartford og aðrar borgir eru m.a. Bridgeport og New Haven.  Connecticut var meðal stofnríkja BNA árið 1788.  Iðnaður er háþróaður:  Flugvélahreyflar, þyrlur, kafbátar, elektrónísk tæki og vélar, úr og klukkur, tölvur, málmvörur og gúmmí.  Landbúnaður:  Mjólk, kjúklingar, tóbar, kartöflur og grænmeti.

Bristol.  Úra- og klukkugerð frá 1790 (safn).  
New Britain.
  Framleiðsla úr járni og stáli.  New Britainsafnið með amerískri list, s.s. málara 18.-20. aldar.

Norwich er iðnaðarborg með sögulegum húsum.  Listasafn með asískri list og grískum og rómverskum styttum.

Í
Uncasville,
8 km sunnan Norwich er Tantaquidgeon-indíánasafnið.

Wethersfield
er 5 km sunnan Hartford.  Þar eru hús frá 18. öld.  Í Dinosaur State Park í Rocky Hill, 5 km sunnan bæjarins, sjást greinileg spor þessara risa, sem lifðu á jörðinni fyrir u.þ.b. 65 milljónum ára.

Windsor Locks.  Samgöngusafn, einkum helgað vegagerð og járnbrautum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM