Hartford Connecticut Bandaríkin,
Flag of United States


HARTFORD
CONNECTICUT

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hartford er höfuðborg Connecticut.  Hún er vel í sveit sett til samgangna á Connecticut-ánni og er þar með mikilvæg hafnarborg.  Allt frá tíunda áratugi 18. aldar hefur hún verið miðstöð tryggingaviðskipta, fjármála, verzlunar og þjónustu.  Íbúarnir framleiða m.a. hluti til geimferða, málmvörur og skotvopn.  Þar byggðu Hollendingar fyrrum virki (1633), sem varð upphaf borgarinnar.  Þinghúsið er frá 1878.  Old State House (1796; Bulfinch).  *Stjórnarskrártorg.  Þinghúsið var byggt 1879. Nookbærinn með húsi Mark Twain (1873/74), þar sem rithöfundurinn skrifaði um Stikilsberjafinn og Tom Sawyer o.fl.  Harriet Beecher-Stowehúsið (1871). 

*Wadsworth Atheneum er mikilsmetið listasafn (málverk frá 16.- 20. öld, húsgögn, postulínsmunir og vopn).  Prestaskóli Hartford var stofnaður 1764.  Hartford-háskóli (1877).  Hartford kvennaháskólinn (1939).  Hartford Courant, eitt elzta dagblað BNA, var stofnað 1764.  Fjöldi æðri skóla og almenningsgarða.  Fallegt útsýni frá hinum 161 m háa Travelers Tower.

Á þessum slóðum bjó indíánaþjóðin Saukiog.  Fyrstu Evrópumennirnir, sem komu þangað, voru undir forystu Adriaen Block, hollenzks sæfara, sem kannaði Connecticut-ána árið 1614.  Hollendingar komu þarna upp verzlunarstað og byggðu Góðrarvonarhúsið árið 1633 og árið 1636 fluttu séra Tómas Hooker og aðstoðarmaður hans, Samuel Stone, söfnuð þeirra alla leið frá New Towne (nú Cambridge í Massachusetts) til Hartford.  Næsta ár var bærinn nefndur eftir Hertfore í Hertfordshire í Englandi, þar sem Stone var fæddur.  Árið 1639 varð Hartford hluti af nýlendunni Connecticut, sem var stjórnað í anda stjórnarskrár, sem kölluð var Frumreglurnar og var skrifuð snemma á landnámstíma svæðisins.  Árið 1662 veitt Karl II nýlendunni leyfisbréf og samkvæmt því var höfuðstaður hennar Hartford.  Á árunum 1701-1873 voru bæði Hartford og New Haven setur stjórnar héraðsins.  Snemma á 19. öld komu margar nýstárlegar iðnaðarvörur frá Hartford, m.a. gull til tannfyllinga (1812), marghleypan (1836), olíudúkur (1837) og fjöldaframleidd úr (1838).  Síðla á sömu öld varð hagvöxtur ör í borginni.  Ljóðskáldið Wallace Stevens bjó í borginni í mörg ár til dauðadags 1955 og starfaði í tryggingageiranum.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 140 þúsund.
Mynd:  Hús Mark Twain.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM