New Haven Connecticut Bandaríkin,
Flag of United States


NEW HAVEN
CONNECTICUT

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

New Haven er miðstöð samgangna, viðskipta, fjármála og iðnaðar í Connecticut.  Borgin er einnig miðstöð menntunar með Yale-háskóla, Albertus Magnus-háskólann (1925) og Háskóla Suður-Connecticut (1893).  New Haven-háskólinn (1920) er rétt utan borgarmarkanna.  Í borginni er talsvert um prentun og útgáfustarfsemi og framleiðslu skotvopna, gúmmívöru, pappírsvöru, matvæla, efnavöru, málmvöru, vela og glers.  Þar dafnar leikhússlíf og nokkur söfn og listasöfn eru áhugaverð.  Áhugaverð útivistarsvæði eru við Austur- og Vestur-Kletta, sem eru há klettabelti norðaustan borgarinnar.

Enskir púrítanar stofnuðu New Haven árið 1638.  Upprunalega nefndu þeir byggðina Quinnipiac en árið 1640 fékk hún núverandi nafn, þótt hún væri líka kölluð Nýjahöfn (Newport).  Byggðin var sjálfstæð þar til hún var innlimuð í Connecticut-nýlenduna 1665 og var ásamt Hartford höfuðstaður nýlendunnar á árunum 1701-1875.  Höfn New Haven var og er góð og hefur því ævinlega verið lífleg.  Í sjálfstæðisstríði BNA var ráðist á borgina (1779) og Bretar brenndu hluta hennar til grunna.  Á nítjándu öldinni var mikið aðstreymi innflytjenda og New Haven varð að mikilvægri iðnaðarborg.  Eli Whitney kynnti staðlaða framleiðslu varahluta og aðrir frumkvöðlar og uppfinningamenn eins og Charles Goodyear, unnu í borginni.  New Haven var meðal fyrstu borga BNA til að skipuleggja enduruppbyggingu á sjötta áratugi 20. aldar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 130 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM