Samkvæmt manntali árið 1990 voru íbúar fylkisins 3.287.116
og hafði fjölgað um 5,8% áratuginn á undan. Meðalfjöldi
íbúa á hvern ferkílómetra var u.þ.b. 229, sem gerir
Connecticut að einu þéttbýlasta fylki BNA. Hvítir voru 87%,
negrar 8,3% auk 11.755 asísk/indversk fólks, 11.082 kínverja,
6.472 indíána, 5.160 frá Filipseyjum og 5.126 frá Kóreu.
Fólk af spænskum rótum taldi 213.100.
Menntun og menning. Skólakerfi fylkisins var stofnað árið
1650 með lagasetningu, sem krafðist þess, að byggðir 50 eða
fleiri fjölskyldna yrðu að reka barnaskóla og bæir með
fleiri en 100 fjölskyldum bæri einnig að reka gagnfræðaskóla.
Síðla á níunda áratugi 20. aldar voru u.þ.b. 985 grunnskólar
í landinu með 461.600 nemendum. Í kringum 58.700 nemendur
stunduðu nám í einkaskólum.
Árið 1701 var Collegiate-skólinn, sem varð síðar að Yale-háskóla,
stofnaður í Branford. Yale opnaði deildir í Killingsworth (nú
Clinton) árið 1702. Þær voru síðar fluttar til Saybrook (nú
Old Saybrook) og síðan til Milford áður en þeim var
endanlega komið fyrir í New Haven árið 1716, þar sem þær eru
enn þá. Síðla á níunda áratugi 20. aldar voru 48 æðri
menntastofnanir í fylkinu með 169.400 stúdenta. Þær, sem
láta mest að sér kveða, eru Connecticut-háskóli (1881) í
Storrs og Trinity-háskólinn (1823) í Hartford.
Meðal fjölda menningarstofnana fylkisins eru elzta
almenningslistasafn BNA, Wadsworth Atheneum (1842) í
Hartford. Þar að auki má nefna listasafn Yale-háskólans,
Brezka lista- og námssafn Yale og Peabody-náttúrugipasafnið,
sem eru öll í New Haven. Shoreline-sporvagnasafnið er í
East Haven, Ameríska klukku- og úrasafnið er í Bristol, P.T.
Bamum-safnið er í Bridgeport (saga fjölleikahúsa) og Safn
sögufélags Connecticut er í Hartford.
Íþróttir og afþreying. Afþreyingarmöguleikar í Connecticut
byggjast aðallega á útivist. Strendur við Long Island-sund
eru þekktar fyrir strandlíf og skemmtibátaútgerð (sjóstangaveiði).
Ár og skóglendi fylkisins laða til sín fjölda stang- og
dýraveiðimenn. Lime Rock er miðstöð keppna í kappakstri og
nokkur vinsæl skíðasvæði draga einnig til sín ferðamenn. |