Mississippi er í suðausturmiðhluta BNA.
Norðan þess er Tennessee, austan er Alabama, sunnan er
Mexíkóflói og Louisiana og vestan er Louisiana og Arkansas.
Flatarmálið er 123.532 km² og íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b.
2,5 milljónir (36% negrar).
Mississippifljótið myndar næstum alla landamæralínuna að
vestanverðu og Perluá myndar hluta suðurlandamæranna.
Mississippi varð 20. fylki BNA 10. desember 1817.
Efnahagurinn byggðist á
landbúnaði fram á miðjan þriðjung 20. aldar, þegar iðnaður tók við
forystuhlutverkinu. Þjónustugeirinn hefur vaxið stöðugt síðustu
áratugi. Jefferson Davis, forseti Suðurríkjanna í borgara/þærlastríðinu
bjó í Mississippi. Nafn fylkisins er úr máli algonquian-indíána og
þýðir Stóraá. Mississippi er líka kallað Magnólíufylkið.
Aðalborgirnar eru Jackson (höfuðborg, Biloxi, Greenville, Hattiesburg,
Meridian og Gulfport. |