Greenville Mississippi Bandaríkin,


GREENVILLE
MISSISSIPPI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Greenville er hafnarborg við Fergusonvatn í Mississippi-fylki og dreifingarmiðstöð fyrir landbúnaðarhéraðið umhverfis, þar sem er stunduð mikil rannsóknarstarfsemi.  Talsverður iðnaður er í borginni (vefnaður, byggingarefni, pappír, plast- og gúmmívörur, efnavörur, matvæli, flugvélar og dráttarbátar).  Byggð tók að myndast þarna 1828 og bærinn var skírður eftir frelsisstríðshershöfðingjanum Nathanael Greene.  Bærinn var stofnaður skömmu eftir borgarastríðið rétt norðan við fyrri byggð (Gamla-Greenville), sem her Norðanmanna eyðilagði árið 1863.  áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 45 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM