Miami Flórída BNA USA,
Flag of United States

MIAMI BEACH SAGAN . SKOÐUNARVERT

MIAMI
FLÓRÍDA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Miami er á suðaustanverðum Flórídaskaga í Flórídaríki í BNA.  Borgin liggur í 0-8 m hæð yfir sjó.

Miamiflugvöllur er einn mikilvægasti tengiflugvöllur í Norður-Ameríku milli Evrópu og Karíbasvæðisins og Mið- og Suður-Ameríku.  Þaðan er líka fyrirtak að hefja og enda svokallað „eyjahopp”, flugferðir milli eyjanna í Karíbahafi.  Til Miamiflugvallar stefna reglulega mörg flugfélög í Evrópu leiguflugi, s.s. frá Frankfurt a/M, Düsseldorf, München, Zürich o.m.fl. Höfnin í Miami er einhver mikilvægasta farþegahöfn í heimi, þar eða þaðan hefjast flestar ferðir skemmtiferðaskipa um Karíbahafið.

Miami er viðskiptamiðstöð Flórídaríkis (Sunshine State) og háskólabær.  Lónið Biscayne Bay og rifið utan þess með aragrúa hótela skilur borgina frá Atlantshafinu.

Vegna nálægðar hitabeltisins og hlýs golfstraumsins er hlýtt og þurrviðrasamt á veturna (janúarhitinn 19°C) en talsvert úrkomusamt á sumrin (ágústhiti 28°C).  Mesta fellibyljahættan er á sumrin og haustin og vindhraðinn getur orðið í kringum 190 km/klst.

Hagstætt loftslag að vetri til er aðalástæða mikils ferðamannastraums á Stór-Miamisvæðinu.  Árlega koma rúmlega 10 milljónir ferðamanna.  Mikilvægar ástæður eru líka, að Miami er stærsta farþegahöfn í heimi (u.þ.b. 3 milljónir farþega) og alþjóðaflugvöllurinn er miðsvæðis fyrir flug til allra átta (22 milljónir ferðamanna á ári).  Fram undir lok sjötta áratugarins var ferðaþjónustan helzta tekjulind Miami og þjónusta við eftirlaunafólk að norðan, sem settist og sezt þar að.  Síðan þá hefur bankastarfsemi aukizt gífurlega með aðstreymi fjármagns frá Latnesku-Ameríku og Sádí-Arabíu.  Verzlun og þjónusta eru því mikilvægar greinar í Miami.  Framleiðslugreinar eru í þriðja sæti atvinnuveganna.  Miami hefur um langan aldur verið miðstöð flugvéla- og geimiðnaðar og matvælaframleiðslu.  Kvikmyndaiðnaður er líka talsverður og miklar rannsóknir á sviði líffræðilegrar læknisfræði fara þar fram.

Um síðustu aldamót (1900) voru tæplega 5.000 íbúar í Miami en nú eru 26 hverfi í Stór-Miami.  Flestir hinna þeldökku íbúa borgarinnar eru upprunnir á Haiti, hinir spænskumælandi eru af kúbverskum eða miðamerískum uppruna.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM