Fjórir
garðar og brýr liggja á milli Miami og Miami Beach yfir
allt að 4 km breiðan Biscayne-flóann.
Miami Beach er ekkert annað er 16 km langt og fremur mjótt rif.
Þar voru um aldir fenjaskógar og mikil moskítoplága.
Bærinn byggðist engu að síður upp á fáum árum og nú er
þar mesti ferðamannastaður og stærsti baðstaður Bandaríkjanna.
Syðst er Art-Decohverfið, sem byggðist á fjórða áratugnum.
Art-Deco-hverfið
er á milli 5.- og 23. Traðar, Ocean Drive og Lenox Avenue.
Hinar rúmlega 800 pastellituðu
hús í hverfinu eru verndaðar.
Þau voru flest byggð á fjórða áratugnum og hafa verið
vandlega endurnýjuð.
Þetta hverfi var kallað Elliheimili Bandaríkjanna á sjöunda
áratugnum en líkist nú einna helzt listamannahverfinu Coconut Grove.
Vilji fólk skoða það, er bezt að fá nákvæmari upplýsingar
hjá 'Miami Design Preservation League, 1201 Washington Avenue.
Langathyglisverðasti hlutinn er á milli Ocean Drive, Collins
Avenue, 5. og 12 Traðar.
Aðalverzlunargatan er Washington Avenue.
Við Espanola Way bjuggu fyrrum margir listamenn en síðar varð
þar vændishverfi en nú hefur öllu verið snúið til fyrra horfs. Um
miðjan janúar er þar haldin Art-Deco-helgi.
Collins
Avenue
er aðalumferðargatan austast á rifinu, næst Atlantshafinu.
Margir bútar í þáttunum Miami Vice voru filmaðir á þeirri
götu en gatan er líka kölluð The Strip manna á meðal.
Þar eru flest stóru hótelanna og fjölbýlishúsanna, sem eiga
einkastrandbúta.
Beachfront
Promenade
er margra km löng gata meðfram ströndinni á milli 21.- og 46. traða,
þar sem fólk hleypur og gengur sér til hressingar frá morgni til kvölds.
Basslistasafnið
(2100 S.Collins Ave.; opið þriðjud. - laugard. 10:00-17:00 og sunnud.
13:00-17:00).
Þar er að finna málverk gömlu og nýju meistaranna (einnig
impressionista).
Í grenndinni er almenningsbókasafnið og stjörnuskoðunarstöð.
*Borgargarðurinn
(Municipal Park) er miðsvæðis.
Þar getur að líta margar sjaldgæfar plöntur og listavel
skipulagðar blómaskreytingar í Miami Beach Garden Center &
Conservatory.
Þar er útileikhús með 3.700 sætum, nýstækkaða ráðstefnumiðstöð
og innileikhús.
Lincoln
Road Mall
er verzlunargata fyrir gangandi vegfarendur sunnan garðsins.
Lummus
Park
er pálmum skrýddur garður aðeins sunnar, alveg niðri við sjó.
Ocean Front útileikhúsið er í honum og margra km löng baðströnd.
Ráðhúsið
er vestan Lummusgarðsins.
Þar er líka Flæmingjagarðurinn (Flamingo Park) með stórum
íþróttaleikvangi.
Haulover
Beach Park
er norðantil í Miami Beach.
Þar er stórt útivistarsvæði, baðströnd og snekkjuhöfn.
Miami Beach Marina,
bátahöfnin, er sunnan MacArthur Causeway.
Þessi tiltölulega nýlega höfn
hefur rúmlega 400 legur.
Þaðan er haldið í sjóstangaveiði, skoðunarferðir með
glerbotnabátum og köfunarleiðangra.
þar er einnig hægt að leigja sér báta.
South
Point Park Beach
er vinsæl baðströnd við endann á Collins Avenue með bryggju, göngustígum
og stólum og borðum fyrir þá, sem vilja setjast niður og borða
nestið sitt.
Ferð
frá Miami til Key West (261 km). |