Alaska BNA USA,

ALASKAFJALL GARÐURINN

ÞJÓÐGARÐAR


ANCHORAGE

 

ANCHORAGE
BARROW
FAIRBANKS
HOMER
JUNEAU
KETCHIKAN
Meira

ALASKA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Alaska er næstyngsta fylki BNA, hið stærsta að flatarmáli, hið fámennasta og strjálbýlasta.  Landslagið er stórbrotið og þar er hæsta fjall Norður-Ameríku, Mt. McKinley.  Yukon áin er meðal lengstu skipbæru fljóta heims.  Stór, villt dýr ráfa þar um, s.s. grá-, svart- og ísbirnir, elgir, hreindýr, sauðnaut, úlfar, otraro.fl. og rostungar, selir, hnúfubakar og háhyrningar í hafinu.

Alaska er land andstæðna.  Þar eru virk eldfjöll, frosnar túndrur, heitir hverir, skógar, jöklar og ís.  Eldvirkur eyjaklasi teygist með ströndum fram allt inn í Beringssundið.  Upprunalega náði landið yfir fjögur tímasvæði.  Hluti Alaska nær norður fyrir heimskautsbaug og mjór og langur suðurhlutinn liggur á milli Kyrrahafsins og Klettafjallanna í Kanada. Bandaríski fáninn hefur blakað við hún yfir Alaska síða 30. marz 1867, þegar BNA keyptu þetta stóra landsvæði af Rússum fyrir 7,2 milljónir dollara.  Árið 1959 varð Alaska fylki í BNA eftir að hafa verið hérað síðan 1912.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM