Barrow Alaska,


BARROW
ALASKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Barrow, á Chukchiströndinni, er nyrzta borg Norður-Ameríku.  Hún er 17 km sunnan Barrowhöfða, sem gefur henni nafnið.  Flugvegalengdin frá Anchorage er tæplega 1200 km.  Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós búsetu á tímabilinu 500-900.  Inupiatar hafa löngum reitt sig á veiði sjávar- og landspendýra og fisks til lífsviðurværis.  Enn þá sjást 16 jarðhýsi frá birnirk menningarskeiðinu.  Barrowhöfði og borgin voru nefnd eftir Sir John Barrow, 2. einkaritara brezku flotastjórnarinnar.  Inúítanafn hans var Ukpeagvik (staður, sem uglur eru veiddar).  Bandaríski herinn kom upp veður- og segulrannsóknarstöð við Barrow.  Cape Smythe hvalstöðing og verzlunarstaður voru byggð árið 1893, öldungakirkjan var stofnuð 1899 og pósthús var opnað 1901.  Rannsóknir á olíusvæðinu Naval Petroleum Reserve nr. 4 hófust 1946.  Norðurheimskautsrannsóknarstofur hersins, 6 km norðan Barrow, hófu starfsemi skömmu síðar.  Þessar framkvæmdir og aðrar, s.s. nýting Prudhoeflóa og Arctic Slope olíusvæðianna og Alaskaolíuleiðslan, ýttu verulega undir viðgang Barrow.  Skattar þessara fyrirtækja standa undir þjónustu borgarinnar. 

Íbúar og menning.  Meirihluti íbúanna eru inupiatar.  Þeir lifa aðallega á veiðum á sjó og á landi.  Á sumrin koma vöður af sléttbökum, gráhvölum, háhyrningum og mjöldrum.  Meðferð áfengra drykkja er stranglega bönnuð í bænum.  

Efnahagslífið.  Barrow er efnahagsmiðstöð North Slop Borough.  Vinnuveitendur bæjarins veita olíusvæðunum nauðsynlega þjónustu.  Stofnanir sambandsríkisins og fylkisins eru líka vinnuveitendur.  Miðnætursólin laðar til sín ferðamenn, sem kaupa talsvert af handgerðum listmunum inupatanna.  Fimm íbúanna eiga fiskveiðikvóta og margir reiða sig á veiðar ýmissa dýra, s.s. hvala, sela, hvítabjarna, rostunga, anda, hreindýra, grálöngu og hvítfisk (laxateg.).

Samgöngur í lofti tryggja sambandið við umheiminn allt árið.  Ríkið rekur flugvöllinn, Wiley Post-Will Rogers Memorial Airport, sem er flutningamiðstöð bæjarins.  Nýlega var hann endurnýjaður og bættur verulega.  Samgöngur á sjó og landi eru árstíðabundnar.  Borgin hefur óskað eftir styrkjum til að byggja litla bátahöfn.

Loftslagið er með heimskautasniði.  Úrkoma er lítil, 1250 mm á ári, og ítrustu hitafarstölur eru –50°C og 26°C en meðalhitinn á sumrin er 4,44°C.  Sólin sest ekki milli 10. maí og 2. ágústs og kemur ekki upp milli 18. nóvember og 24. janúar.  Lágmarkshiti er neðan frostmarks 324 daga á ári.  Ríkjandi vindátt er austlæg, 5,5 m/sek.  Chukchihaf er íslaust frá miðjum júní til loka október.

Barrow Utilities & Electric Cooperative er hlutafélag, sem rekur vatns- og klóakhreinsunarstöð, selur raforku og gas til húshitunar.  North Slope Borough annast aðra almenna þjónustu, s.s. sorphirðu.  Flestir íbúarnir hafa rennandi vatn og u.þ.b. helmingur þeirra nota rotþrær.  Barrow orkuverið er drifið með náttúrulegu gasi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM