Juneau,
höfuðborg
Alaska, er
er inni á suðausturhluta meginlands Alaska við aðalleiðina meðfram
Gastineau sundinu. Flugvegalengdin
frá Seattle er u.þ.b. 1490 km og frá Ancorage u.þ.b. 990 km.
Svæðið, sem bærinn stendur á, var verstöð innfæddra,
tlingit indíána. Richard
Harris og Joe Juneau fengu leiðsögn indíánahöfðingjans Kowee af álkuættflokknum
að Gullánni árið 1880, 20 árum áður en gullæðið greip um sig
í Klondike og Nome. Þeir
fundu gullæð upp með ánni, merktu sér svæði og stofnuðu þar bæinn
Harrisburg, sem dró
til sín marga gullleitarmenn.
Árið 1906 var var Juneau gerð að höfuðborg fylkisins í stað
Sitka, þar sem Alaska var bandarískt landsvæði.
Treadwell og Ready Bullion námurnar handan sundsins, á
Douglaseyju, voru auðugar og voru í rekstri frá 1882 til 1917.
Árið 1916 var Alaska-Juneau náman uppi á meginlandinu opnuð
og í ljós kom, að hún var hin auðugasta í heimi.
Sama ár ollu flóð og hrun lokun Treadwell námunnar á
Douglaseyju. Afraksturinn
þar var 66 milljónir dollara í gulli á 35 árum.
Á fyrstu árum 20 aldar byggðist efnahagur Juneau aðallega á
fiskiðnaði, niðursuðu, vöruflutningum, verzlun og sögunarmyllu.
Það dró úr námugreftri á fjórða áratugnum og A-J námunni
var lokað 1944, þegar yfirvöld lýstu því yfir, að rekstur hennar
væri ónauðsynlegur á stríðstímum. Hún gaf af sér rúmlega 80 milljónir í gulli.
Alaska varð 49. ríki BNA árið 1959.
Menningin. Sem höfuðborg fylkisins nýtur Juneau þess, að stjórnsýslan
dregur til sín mikið fjármagn frá sambandsstjórninni og talsverðar
tekjur eru af ferðaþjónustu. Juneau
er þriðja stærsta borg fylkisins.
Saga hennar byggist á tlingitfólkinu og fyrstu gullleitarmönnunum
og uppganginum á gullleitarárunum.
Efnahagsmál.
Atvinnulífið byggist að verulegu leyti (45%) á opinberum
umsvifum á vegum fylkisins, borgarinnar og sambandsstjórnarinnar.
Þingið starfar frá janúar til maí ár hvert.
Ferðaþjónustan á sumrin er mikilvæg og krefst u.þ.b. 2000
starfa. U.þ.b. 450
þúsund ferðamennirnir koma með a.m.k. 450 skemmtiferðaskipum til að
skoða náttúruundrin í umhvefinu.
Mendenhall- og Tracy Arm Fjord jöklarnir eru aðalskoðunarstaðirnir.
Útsýnisflug og ferðir með New Mount Roberts sporvögnunum eru
sívinsælar. Þjónusta við
fyrirtæki í fiskiðnaði og skógarhöggi krefjast talsverðs
mannafla. Veiðikvóti
skiptist á milli 549 íbúa svæðisins.
Ríkisrekið laxeldi stuðlar að aukinni laxveiði.
Frystihús vinna úr tæplega einni milljón tonna af fiski ár
hvert. Kensington og Grænárnáman
(síðan 1997) eru í rekstri.
Samgöngur. Einu leiðirnar til og frá Juneau eru í lofti og á legi og
þar er viðurkenndur alþjóðaflugvöllur með reglulegu áætlunarflugi.
Sjóflugvélar og svæði fyrir þær er einnig mikilvægur
hlekkur í samgöngunum á sumrin.
Smábátahafnirnar eru fimm talsins og viðlegugarður fyrir
ferjur og þyrlupallar eru hlekkir í keðjunni.
Alaska Marine Highway System og flutningaprammar annast þjónustu
allt árið.
Loftslagið
er milt úthafsloftslag með 6-17°C á sumrin og –3-+1°C á veturna.
Á þessum slóðum ríkir mildasta veðurfarið í Alaska. Meðalársúrkoma í Juneau er 2300 mm og 17 km norðar, á
flugvellinum, er hún 1350 mm.
Neyzluvatnið
kemur úr Laxárlóninu og borholum í Last Chance Basin.
Það er hreinsað og leitt til rúmlega 90% húsa í borginni.
Klóakkerfið þjónar u.þ.b. 80% íbúanna og fer í gegnum
hreinsunarstöð, þar sem föstum úrgangi er brennt.
Íbúar Douglaseyjar nota rotþrær við heimili sín en klóakkerfi
er í bígerð fyrir þetta svæði.
Sorphirða er einkarekin og sorpið er bæði urðað og brennt.
Skaðvænlegum efnum er safnað sérstaklega og endurvinnsla er
í gangi. Rafveitan Alaska
Electric Light & Power kaupir mestan hluta raforkunnar af Snettisham
Hydroelectric Facility, sem er í eigu sambandsstjórnarinnar.
Það á orkuverin Annex Creek, Upper Salmon Creek og Lower
Salmon Creek auk díselveranna Gold Creek, Lemon Creek og Auke Bay. Landafræðifélag BNA og AEL&P eru að rannsaka möguleika
til virkjunar við Dorothyvatn. |