Ketchikan
er í landræmunni. Hún er
fyrsta hafnarborgin, sem skip koma til í Alaska á norðurleið.
Þar er stærsta viðardeigsmylla í fylkinu.
Denali
þjóðgarðurinn í Alaskafjall-garðinum er meðal fjölsóttustu ferðamannastaðanna.
Þar er Muldrowjökull, rúmlega 80 km langur og safnar ís og
snjó frá McKinleyfjalli og öðrum tindum.
Þjóðgarðurinn er líka stærsta og bezta hælið fyrir villt
dýr, en það er bannað að veiða þau, þótt silungsveiðar og tjöldun
séu leyfð.
Glaicer
Bay
þjóðgarðurinn er norðvestan Juneau.
Hann er þekktur fyrir víðáttumikla skriðjökla og langa og sæbratta
firði. Ferðamenn koma aðallega
til að sjá hinn stórkostlega Mendenhalljökul og göngur haustlaxins. Minningarsúlur eru aðalaðdráttarafl
Sitka þjóðgarðsins í landræmunni.
Katmai þjóðgarðurinn
er á Alaskaskaganum. Hann
er þekktur fyrir öll eldfjöllin sín.
Minningarsúlur
eru aðalaðdráttarafl Sitka
þjóðgarðsins í landræmunni.
Katmai þjóðgarðurinn er á Alaskaskaganum.
Hann er þekktur fyrir öll eldfjöllin sín. |