Fairbanks
er inni í miðju landi á bökkum Chenaárinnar í Tananadal.
Hún er önnur stærsta borg landsins.
Flugtíminn milli Anchorage og Fairbanks er u.þ.b. 45 mín. og 3
klst. frá Seattle.
Akstursvegalengdin milli Anchorage og Fairbanks er u.þ.b. 592
km. Frumbyggjar
þessa svæðis eru koyukon atabaskar, sem hafa verið þar svo teinöldum
skiptir.
Árið 1901 kom E.T. Barnette skipstjóri upp verzlunarstað við
Chenaána.
Ári síðar uppgötvaðist gull 26 km norðan hans og bærinn stækkaði
við hvern skipsfarm af gullleitarmönnum, sem
gufubáturinn flutti þangað á meðan Pedro Domegullæðið stóð yfir.
Hann var nefndur eftir öldungardeildarþingmanninum Charles
Fairbanks frá Indiana, sem varð síðar varaforseti BNA.
Árið 1903 flutti Wikersham dómari setur héraðsdómsins frá
Eagle til Fairbanks.
Íbúum svæðisins fjölgaði stöðugt, m.a. vegna dómsins og
annarra opinberra stofnana, s.s. fangelsis, pósthúss og Norður-Verzlunarfélagsins.
Barnette
var kosinn fyrsti bæjarstjóri Fairbanks árið 1903.
Hann kom á fót símafyrirtæki, slökkvilið, sorphirðu, raflýsingu
og gufuhitaveitu.
Hann var meðal stofnenda Washington-Alaskabankans og varð formaður
bankaráðs.
Opinberar tölur um íbúafjölda í kringum 1910 eru 3541, en þar
að auki bjuggu a.m.k. 6000 námumenn á eigin spildum við árnar norðan
bæjarins.
Ladd Field, sem nú er kallað Wainwrightvirkið, var byggt 1938.
Lagning Alcanhraðbrautarinnar hófst á fimmta áratugnum og
Alaskaolíuleiðslunnar á hinum áttunda.
Þessar framkvæmdir efldu þróun bæjarins og velsæld meðal
íbúanna.
Íbúarnir
eru að langmestu leyti aðkomnir og uppruni þeirra fjölbreyttur.
Efnahagsmál.
Fairbanks er svæðisbundin birgðastöð Mið-Alaska.
Þar eru ýmsar sambandsríkis- fylkis- og borgarstofnanir, samgöngu-
og vöruflutningamiðstöð, iðnfyrirtæki, fjármálastofnanir og miðstöð
heilsugæzlu og sjúkrahúsa á svæðinu.
Ferðaþjónusta og námuvinnsla eru veigamiklar atvinnugreinar.
Opinber þjónusta krefst u.þ.b. 50% vinnuaflsins í borginni,
þ.m.t. Eielson herflugvöllurinn og Wainwright herstöðin.
Margir starfa við Alaska Fairbanksháskólann og á fjórða
hundruð þúsunda gesta koma til borgarinnar hvert sumar.
Árangur Fairbanks Gold Mining, sem vinnur gull úr 36.000 tonnum
af málmgrýti frá 1997, hefur verið hvati fyrir önnur fyrirtæki.
Veiðikvótar eru u.þ.b. 130 í höndum einkaaðila.
Samgöngur.
Richardson-, George Parks-, Steese- og Elliott hraðbrautirnar
skerast í Fairbanks.
Dalton hraðbrautin til Prudhoeflóa byrjar u.þ.b. 124 km norðan
borgainnar.
Vöruflutingar fara fram á vegunum, í lofti og með járnbrautunum.
Talsverð umferð er um alþjóðaflugvöllinn í Fairbanks og svæðið,
sem þjónar sjóflugvélum á Chenaánni.
Þar að auki eru nokkrið einka- og þyrluflugvellir í nágrenni
borgarinnar.
Loftslagið.
Svona langt frá sjó getur fólk átt von á öfgakenndum, árstíðabundnum
hitasveiflum.
Meðalhiti á veturna er innan við –10°C
og á sumrin í kringum 17°C.
Meðalúrkoman er u.þ.b. 2900 mm.
Milli 10. maí og 2. ágúst ríkir dagsbirta í 21 klst. á dag
en minna en 4 klst. frá 18. nóvember til 24. janúar.
Hreinsuðu
neyzluvatni er dreift um borgina og úthverfi hennar.
Margir skólar og nokkrir einstaklingar nota einkabrunna.
Allt klóak er hreinsað í einkavæddum stöðvum.
Sorphirðan og raforkusalan eru líka einkavæddar 1997.
Kolaorkuverið við Chenaána framleiðir rafmagn með fjórum
rafölum og þar að auki er eitt olíuorkuver.
Sorpi er pakkað og að mestu notað til landfyllingar. |