Háir
tindar og óslétt landslag heilla fjallamenn.
Almennir ferðamenn heillast af gríðarmiklum jöklunum og
heimsskautssvæðunum. Þetta
fjalllendi teygist frá Aleutfjallagarðinum í miðsuðurhlutanum að
Yukonlanda-mærunum í suðurhlutanum.
Það er framhald strandfjöllunum og Klettafjöllunum í Kanada.
Fjalllendið skiptist í fjögur aðalsvæði, sem nokkur
fjallaskörð og árdalir greina að.
Alaskafjallgarðurinn myndar mörkin á milli strandar og túndrusvæðanna.
Fjallgarðurinn
liggur í geysimiklum og misbreiðum (48-190 km) boga (960 km löngum)
við landamæri Kanada. McKinleyfjall
er um miðbikið í Denali þjóðgarðinum.
Nokkrir aðrir tindar í fjallgarðinum, s.s. Hunterfjall,
Hayesfjall og Forakerfjall eru hærri en 3900 m.
Stóra olíuleiðslan liggur yfir fjallgarðinn á leið sinni
til Valdez í suðri. |