Homer
er á norðurströnd Kachemakflóa á suðvesturhluta Kenaiskaga.
Homereyrin er u.þ.b. 7 km löng og Anchorage er 375 km sunnar.
Á þessum slóðum hafa kenaitzeindíánar búið teinöldum
saman.
Árið 1895 var hópur landfræðinga þar á ferðinni til að
kanna kola- og gullbirgðir í jörðu.
Gullleitarmenn héldu gjarnan frá Homer til að höndla
hamingjuna.
Staðurinn var skírður í höfuð Homers Pennock, sem var
frumkvöðull gullleitarfélgas og byggði húsnæði fyrir 50
starfsmanna sinna á eyrinni.
Hann hafði í hyggju að sía gull úr sandinum á ströndinni
frá Homer til Ninilchik.
Pósthúsið í Homer var opnað skömmu síðar.
Árið
1899 byggði fyrirtækið Cook Inleg Coal Fields Company þorp og
bryggju á eyrinni, gróf kolanámu á Homers Bluffhöfða og tæplega
12 km járnbraut frá námunni út á bryggju.
Mörg fyrirtæki stunduðu kolanám fram að fyrri heimsstyrjöldinni
og landnámið hélt stöðugt áfram allt fram á fimmta áratug 20.
aldar.
Kolin voru aðallega notuð til húshitunar og áætlaðar birgðir
þeirra í jörðu við Homer eru 400 milljónir tonna.
Í jarðskjálftunum á föstudaginn Langa 1964 seig Homereyrin
vel á annan metra, þannig að það varð að flytja nokkur hús.
Meira |